Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 72

Kirkjuritið - 01.09.1976, Síða 72
um Mustarðskornið. Næsti áfangi í túlkun líkingamáls Jesú, einkum lík- inga og dæmisagna, er bók þýzka guS- fræðingsins Adolfs Julichers, Die Gleichnisreden Jesu (Líkingaræður Jesú), sem út kom í tveimur bindum 1888—1889. Þetta verk hafði grund- vallandi þýðingu fyrir skilning manna á líkingum og dæmisögum Jesú. Adolf Julicher hreinsaði til í stjórnlausri allegórískri túlkun líkinganna og leit- aðist við að rökstyðja þá kenningu, að dæmisögurnar og líkingarnar væru raunverulegar líkingar, en ekki dulmál. Hann taldi, að þriðji þáttur saman- burðarins lægi í einu atriði, venjulega siðferðilegum almennum sannindum. í dæmisögunni um Týnda soninn verð- ur gleði föðurins yfir afturhvarfi son- arins og kærleikinn til hans aðalatrið- ið. Þannig verður aðalatriði dæmisög- unnar um Pundin (Lúk. 19:12—27), að „Laun fái menn aðeins fyrir það, sem þeir hafa unnið," og aðalatriði dæmi- sögunnar um Ferns konar sáðjörð (Mark. 4:2—8) verður, að „það getur fengizt góð uppskera, þrátt fyrir mikla vinnu, sem fer til ónýtis" Mönnum varð skjótt Ijóst, að Julicher hafði að- eins farið hálfa leið, ef svo má að orði komast. Líkingamál Jesú sagði meira og margt annað en almenn siðferðileg sannindi. Enski ritskýrandinn C. H. Dodd vakti athygli á tengslum dæmi- sagna Jesú um Guðs ríki við guðs- ríkisboðun Jesú, þar sem hann hefði boðað, að Guðs ríki væri komið í lífi og starfi Jesú, hinir síðustu tímar væru hafnir, og að það skipti mestu máli að skynja það og taka afstöðu til þess. Bók Dodds um þetta kom út 1935 og heitir The Parables of the Kingdom 230 (Dæmisögur ríkisins). Dodd telur t. d„ að áherzluatriði dæmisögunnar um Ferns konar sáðjörð, og hápunktur hennar sé hin margfalda uppskera. í Ijósi starfs Jesú þá veki hún athygli á því, að hinir síðustu tímar séu komn- ir, þar sem Guð vilji safna mönnum saman í ríki sitt. Dæmisagan feli upp- haflega í sér kall Jesú til þjónustu í Guðs ríki. Dæmisagan um Pundin er að dómi Dodds ekki eingöngu sögð um þau almennu sannindi, að menn, sem hafi andlegar gjafir, auki þær við notkun, en þeir, sem ekki hafa þær, rýrni enn meir, sbr. samhengið í Guð- spjöllunum, heldur að andlegum gjöf- um Guðs geti menn ekki haldið með því að hafa þær aðeins fyrir sjálfa sig, sbr. uppgjör Jesú við andlega leiðtoga þjóðar hans, Fariseana, sem ekki vildu taka áhættu kærleikans til syndarans og skiluðu því Guði engum ávöxtum. Með dæmisögunni hafi Jesús viljað fá slíka leiðtoga til að sjá hegð- un sína í réttu Ijósi. Þriðji áfanginn í rannsókn líkingamáls Jesú er bók þýzka ritskýrandans Joachims Jeremi' as, Die Gleichnisse Jesu (Líkingar Jesú), sem kom fyrst út 1947. Jererní' as byggir á starfi hinna tveggja. Hann leggur áherzlu á samband líkinganna við guðsríkisboðun Jesú, en skírskotar meir til þess, að hjá Jesú sé Guðs ríki í framvexti. Hann tekur til meðferðar megnið af líkingamáli Jesú og skýrir myndirnar í Ijósi lífshátta Palestínn- búa. Jeremías vekur t. d. athygli hvernig stendur á því, að sáðmaðurinn í dæmisögunni um Ferns konar sáð- jörð kastar sæðinu ekki aðeins í 9°^a jörð, heldur einnig á götu, meðal þyrna og á grunna jörð. Það var siður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.