Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 74

Kirkjuritið - 01.09.1976, Qupperneq 74
efnið sjálft er framsett á myndrænan hátt, en ekki sett við hlið myndar. Til þess að ákvarða formið og áherzlu- atriði, þurfum við að athuga fyrst, hvort frásagan samrýmist lífsháttum Palestínubúanna á dögum Jesú. Þegar hefur verið bent á hér að framan, að svo er. En frávik hefðu gefið til kynna allegóríska útfærslu. Síðan athugum við, hvaða þættir tengja saman frá- söguna og hvernig sagan er byggð. Dæmisagan er samtengd af athöfnum föður og tveggja sona í innbyrðis af- stöðu þeirra. Orðin faðir og synir eru mikilvæg trúarleg tákn um Guð og menn í afstöðu þeirra til hvors annars. Það gefur okkur tilefni til þess að líta svo á, að með frásögunni eigi að skýra einhvern þátt í þeirri afstöðu. Frásagan er tvíþætt í byggingu sinni, þar sem fyrri hlutinn endar á heim- komu iðrandi yngri sonar, fyrirgefn- ingu og gleði föðurins, sem hvetur til gleði, eys gjöfum yfir endurheimtan son og slær upp veizlu. Hér er áherzla og hápunktur fyrri hluta frásögunnar. Síðari hlutinn fjallar um samræður hins fagnandi föður við eldri soninn, erf- ingjann að öllu því, sem eftir er. Hann er ósammála þessari sóun föðurins í þann, sem hefur farið illa með sinn hlut. En faðirinn reynir að fá hann til að fallast á að hann (eldri sonurinn) eigi allt, en ver samtímis afstöðu sína til hins óverðuga bróður og sonar. Þessi síðari hluti endar á sömu áherzlu og hinn fyrri, en í vörn. Faðirinn segir: ,,En vér urðum að gjöra oss glaðan dag og fagna, því að þessi bróðir þinn var dauður og er lifnaður aftur, og hann var týndur og er fundinn." í þessari dæmisögu, sem á sér tvö 232 áherzluatriði, er annars vegar reynt að varpa Ijósi á, hvernig Guð fyrirgef- ur og gleðst yfir afturhvarfi þeirra, sem hafa farið illa með líf sitt, og ef við tökum tillit til starfs Jesú og af- stöðu til bersyndugra og gæfuleys- ingja samtíðar sinnar, þá varpar dæm- ið Ijósi á, hvers vegna Jesús gerir slíkt. Hins vegar er í beinu framhaldi af þessu í síðari hluta frásögunnar reynt að fá áheyrendur á öndverðum meiði til að fallast á þessa afstöðu Jesú. Þessi dæmisaga mun hafa verið sögð mönnum af flokki Farisea, sem hafa fundið að afstöðu Jesú til synd- ara. í dag þýðir þetta: Getum við fallizt á afstöðu Jesú? Dæmisagan um Týndasauðinn (Lúk. 15:2—7) er náskyld dæmisögunni um Týnda soninn, enda stendur hún næst á undan í Lúkasarguðspjalli. Sam- kvæmt Lúkasarguðspjalli fjallar dæmi- sagan um mann, „einn af yður“, sem týnir einum af hundrað sauðum sín- um. Gert er ráð fyrir því í framsetn- ingunni, að eðlileg viðbrögð væru sö leita hins týnda og gleðjast yfir fundi hans. Þetta síðasta er undirstrikað með endurtekningu í niðurlagi frá- sögunnar, þar sem fjáreigandinn kallar á vini sína til að samgleðjast sér. Hér er hápunktur frásögunnar og áherzlu- atriði. Þótt orðið hirðir komi ekki fyr'r í dæmisögunni, þá liggur hugtakið, sem því er tengt að baki myndarinnar- í Gamla testamentinu er það tákn um umhyggju og kærleika Guðs til þjóð- arinnar. Þar er Guði líkt við hirði, sem safnar saman sundraðri hjörð. Þannig er framtíðarhjálpræðisverki Guðs lýst í Esekíel 34 (Sjá enn fremur Davíðs- sálm 23). Mynd dæmisögunnar gefur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.