Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 75

Kirkjuritið - 01.09.1976, Side 75
strax til kynna, a5 verið er að fjalla um afstöðu Guðs til syndarans, um- hyggju hans og gleði yfir endurfund- um. Hér má líka sjá skírskotun til hjálpræðistímans. í dæmisögunni er tvisvar skírskotað til samþykkis áheyr- sndans. Með hliðsjón af áðurnefndri afstöðu Jesú til syndugra og gæfu- 'ausra manna í samtíð hans, þá virð- 'st þessi dæmisaga vera tilraun Jesú W þess að fá áheyrendur, sem eru nndrandi eða ósammála afstöðu hans, t'1 þess að fallast á hana. Hún felur e'nnig í sér viðvörun. Áheyrendur eru sennilega svipaðir þeim, sem fyrri daemisagan var sögð. Samhengið í t-úkasarguðspjalli styður þetta. Þar SeQir í inngangi að þessum dæmisög- Urn: ,,En bæði Farisearnir og fræði- ^annirnir mögluðu og sögðu: Þessi ^naður tekur að sér syndara og sam- neytir þeim.“ Jesús dregur einnig fram samanburðaratriði þessarar d^misögu, er bætir við orðunum: ,,En e9 segi yður, þannig mun verða meiri 9,eði á himnum yfir einum syndara, Sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu rettlátum, sem ekki þurfa iðrunar við.“ hteimfærsluna í hliðstæðunni í Matte- Usarguðspjalli upp á aðstæður frum- safnaðarins höfum við þegar rakið. i=n víkjum nú að líkingunni um Must- arðskornið (Mark. 4:30—32). Orðið lík- ln9 er hér notað um einkennandi dæmi Ur umhverfinu. Þessi líking er ein af Svokölluðum guðsríkislíkingum Jesú, ar sem í upphafi líkingar er sagt ,,Líkt er himnaríki ..." o. s. frv. Myndin er af garðjurt. Smæð fræs sinnepsjurtar- 'nnar er viðbrugðið í gyðinglegum eimildum, en jurtin getur orðið tveir °9 hálfur til þrír metrar á hæð. Hafa verður í huga, að til forna var talið, að frækornið dæi við það að fara í jörðina, en fyrir undur Guðs yxi ný jurt (sbr. I Kor. 15:36—49). Áberandi í myndinni er jurtin, sem ,,fær svo stórar greinar, að fuglar himinsins geta hreiðrað sig í forsælunni af því.“ í Gamla testamentinu er þessi mynd notuð um stórveldi og lýðríki í skjóli þeirra (Dan. 4:12 og Esekiel 17:23). Líkingin er jafnframt byggð á andstæð- um milli minnsta fræsins og stærstu jurtarinnar, lítilli byrjun og stórum endalokum. Ef við drögum nú þræðina saman, þá mun þessi líking eiga að varpa Ijósi á það, hvernig úr því, sem er svo lítið og verður að engu, vex á undursamlegan hátt Guðs ríki, stærsta ríki veraldar, sem verða mun þjóðun- um athvarf. Með hliðsjón af starfi Jesú verður Ijóst, að lítilmótleiki starfs hans og lærisveinanna hefur verið vandamál, sem þessi líking er svar við. Hvort áheyrendurnir voru tortryggnir áhorfendur eða lærisveinar, vitum við ekki, en líkingin er fullvissun um, að Guð muni koma því til leiðar, sem hann hefur hafið, í guðsríkisboðun Jesú. Þá langar mig til að víkja nokkrum orðum að myndorðinu: ,,Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru.“ (Matt. 9:12). Orðið mynd- orð er hér notað um stutta líkingu, sem hér hefur nánast form orðatiltæk- isins. Það er byggt á andstæðu, sjúkir — heilbrigðir, en áherzlan er á þörf hinna sjúku fyrir lækni. Það er augljóst mál, að sjúkir hafa þörf fyrir lækni. Af myndorðinu sjálfu verður ekki ráð- ið, í hvaða samhengi það hefur upp- runalega verið sagt af Jesú, en í al- 233

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.