Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 16
orðum sem aðvara í stað þess að laða og stía sundur í stað þess að skipa okkur þéttar saman. Það stingur í augun, að Jesús gerði sér bókstaflega far um að móðga fólk og styggja. Ætlunin var, að hann ynni heiminn aftur á band föðurins, sætti við Guð þann mikla og óhamingju- sama skara týndra og trúlausra, sem villst hafði í burt. Og þetta virtist ætla að ganga vel. Fólk flykktist um hann stórhópum saman, drakk hvert orð af vörum hans. Og hann hreif það svo, að nýr vonarneisti tendraðist í hjört- um þúsunda og birtu brá á rúnum rist andlitin. Gæti þessi maður náð tökum á mannfjöldanum, myndi loginn, sem þannig kviknaði, breiðast sem eldur í sinu til margra annarra. Og þá myndi þessi aldna og rotna jörð líða undir lok og nýr, endurleystur heimur rísa á rústunum. En, svo einkennilegt, sem það kann að virðast, þá notfærði Jesús sér ekki þessi áhrif, sem hann gat haft á fjöld- ann, svo sem þekkist nú á dögum og þykir ekki áhorfsmál. Hann hafnaði múgsefjun alveg. Þess í stað hvatti hann menn til þess að leggja málið niður fyrir sér og áætla kostnaðinn af fylgdinni við hann í ró og næði, og af fullri skynsemi. Hvers vegna það? Eða spyrjum heldur fyrst: Hvers vænti fjöldinn af Jesú? Þótt fólk gefi tilvist Guðs harla lít- inn gaum alla jafna, bæði í orði og á borði, þá hafa þó flestir furðu mikla tilhneigingu til þess að halda sam- bandi við hið heilaga, þó í litlu sé. Þeir fara máske í kirkju, til þess að heyra svolítið í orgelinu eða til að virða fyrir sér helgisiðina. Ellegar, séu þeir í her- þjónustu, að þeir gleðjast yfir því að hafa kristinn mann eða prest með sér, þótt þeir geri lítið með boðskap hans. Það er eins og þeir vilji snerta horn altarisins með einum fingri! Þeir vilja ekki láta kaffærast alveg í guðlausum heimi. Þeir vilja halda óbrenglaðri út- sýn til einnar, mjög lítillar stjörnu. En í fjöldanum, sem Jesú fylgir, leynist líka önnur manngerð. Henni tilheyra þeir, sem leika tveim skjöld- um. Á sunnudögum fara þeir til kirkju og hlýða Guðs orði. Og hver veit nema þeir verði meira að segja snortnir af því um stundarsakir. En óðara en þeir eru komnir aftur í búðina, á verkstæðið eða skrifstofuna á mánudagsmorgni, þá er engu líkara en þeir stilli á aðra bylgjulengd. Þarna líta þeir á fólkið í kringum sig sem keppinauta, en ekki meðbræður, sem Kristur birtist í. Þarna keppa þeir eftir gróða og gengi, án þess að Ijá því nokkra umhugsun, hvort Guð er með þeim í verki eður ei. Þarna, að loknum störfum, eltast þeir svo við ódýra afþreyingu, en taka sér aldrei andartakshlé til að hugsa um það, að endurnærður verður maðurinn því aðeins, að hann staldri við og spyrji sjálfan sig þessarar spurningar: ,,Hvar stend ég, og hvert leiðir þetta mig, allt saman?“ Jesús sér allt þetta fólk safnast um sig. Við erum þarna líka, þú og ég. Og hann sér, að fólkið er óglatt og friðlaust. Hví þá? Af því hugurinn er svo margskiptur. Þetta fólk vill sitt lítið af hverju. T. d. svolítið af Guði. Og þessi svolitla guðhræðsla er nóg til að 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.