Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 39

Kirkjuritið - 01.04.1977, Page 39
Sjómannasálmur Lag: Eteral Father strong to save. Ó, Faðir alls um allan heim, þú einnig stjórnar bylgjum þeim, sem eirðarlaust um úthafsdjúp sig einatt klæða björtum hjúp, — ó, bænheyr oss og blessa þá, sem búa ’ og starfa sjónum á! Þitt vald, ó Kristur, sollinn sæ gat svæft, og vinda gert að blæ. Um hrannir gekkstu greitt sem láð; þér gegndi höfuðskepnan bráð. Ó, bænheyr oss og blessa þá, sem búa og starfa sjónum á! Guðs Andi,’ er vötnum yfir sveifst og allt til kyrrðar forðum hreyfst, og bráðum ofsa bærðir við en bjóst í stað þess lög og frið, — ó, bænheyr oss og blessa þá, sem búa' og starfa sjónum á! Þú eilíf Þrenning, ástin þín og undramáttur hvergi dvín, — ó, frelsa, vernda, ver þeim hjá, sem verða’ að starfa sjónum á! Gef sí og æ um sæ og jörð þér syngi fleiri þakkargjörð. Ebenezer Ebenezerson þýddi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.