Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 42
þá útvaliS Russell og gert hann að ,,varðmanni“ sínum og sinna manna. Árið 1881 stofnaði Russell „The Watch Tower Bible and Tract Society", Biblíu- og smáritafélag Varðturnsins. Það félag gaf út feikn af ritum, er Russell samdi og lét þjóna sína selja. Auðgaðist hann mjög af þessari starf- semi, en bæði hann og eftirmenn hans hafa verið furðu slyngir fjármálamenn. Russell kenndi, að „endurreisn allra hluta“, sem talað er um í Biblíunni, hefði hafizt 1874, en fjórum árum síðar hefði Jehóva tekið konungsvaldið yfir jörðinni í sínar hendur. Hefði hann þá jafnframt vakið upp frá dauðum fram- liðna, helga menn, er dveldust þaðan af hér á jörð ósýnilegir (minnir þetta óneitanlega á kenningar guðspekinga um hina s. n. „meistara"). Þeir menn, er önduðust eftir 1878 og fylgdu Russ- ell, áttu að umbreytast þegar í stað til ósýnilegs sælulífs hér á jörð. Árið 1914 En hvenær átti sjálft guðsríkið að renna upp? Árið 1914, sagði Russell. Þá átti ríki friðarins, réttlætisins og allrar sælu að koma. Þetta hafði hann reiknað út eftir Ritningunni. Þetta ár gerðist hins vegar það, að heimsstyrjöldin fyrri brauzt út. Þá voru spádómarnir leið- réttir og taldir eiga við árið 1918. Það brást líka. Rutherford, sem þá var tekinn við forustu „Vottanna", sagði, að árið 1925 væri rétta ártalið. Þá myndu helgir ættfeður, Abraham, ísak og Jakob, rísa upp frá dauðum og ríki friðarins og sælunnar koma. Þegar það ár var liðið, skrifaði Rutherford: „Allir hlutir uppfyllast á vorum dögum og vitna um það, að herrann Jesús er nálægur og ríki hans er komið. Brátt mun upprisa dauðra hefjast. En með orðinu ,,brátt“ eigum vér ekki við næsta ár, en vér trúum og treyst- um því, að það muni verða áður en öld er liðin.“ Um Russell er það frekar að segja, að hann lenti í málaferlum vegna okur- sölu á hveiti, sem hann taldi rnönnum trú um að væri þrungið af sérstökum, guðlegum krafti. Reyndist hann sann- ur að sök — og hveitið rétt venjulegt mjöl. Einnig skildi hann við konu sína eftir 30 ára sambúð. Var það reyndar að hennar ósk. Hún hafði fengið húð- sjúkdóm, sem Russell sagði að væri refsing Jehóva fyrir það, að hún hefði ekki verið manni sínum nægilega auð- sveip. Hún bar það hins vegar á hann, að hann hefði verið í ósæmilegurn þingum við kvenlega dýrkendur sína. Rutherford Þrátt fyrir þessi áföll lifði Varðturns- félagið af. Russell andaðist árið 1916. Þá varð Josep Franklin Rutherford forseti félagsins og einvaldur stjórn- andi (f. 1869). Hann var enginn eftir- bátur Russells í biblíuskýringu og jafnvel ennþá harðvítugri og lagnari áróðursmaður. Hann þokaði ritum fyr- irrennarans til hliðar og hafnaði sum- um kenningum hans, eins og t. d- þeirri, að tímatal Biblíunnar yrði stutt með því að túlka mælieiningar Keops- pýramídans í Egyptalandi. En í megin- efnum fylgir hann Russell, þótt nafni 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.