Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 26
af auðugu fólki og var þarna á eigin vegum og gerði það, sem henni sýndist. Ég minnist þess, að einu sinni fór ég með henni í Beaúínatjaldbúðir, sem voru nokkuð iangt frá Jerúsalem. Það varð því löng ganga. Ég varð því að búa mig vei, setti einhvern rauðan dúk í hattinn minn, því að það er gott við sólinni. Ég varð að vera í ermalangri flík og háum sokkum einn- ig. Og síðan lögðum við af stað. Hún skálmaði áfram eins og eimlest, en ég gerði mitt bezta til að láta ekki hlut Finna eftir liggja. Við töluðumst ekk- ert við alla leiðina. Um síðir komum við svo að búðum Bedúínanna, og þar kom hundaskari mikill til móts við okkur. — Aili skemmtir sér og okkur báðum hið bezta. — En hund- unum fylgdu svo nokkrir menn, sem kölluðu þá til baka, og var okkur þá boðið inn. Það var svo að sjá, sem sú enska hefði komið þar áður. Okkur var a. m. k. tekið mjög vel. Foringinn fór með okkur í sitt tjald, og þar var okkur boðið að sitja á ábreiðum, sem til þess voru. Því næst kveikti hann eld og bjó sjálfur til kaffi handa okk- ur, tók síðan bolla, hreinsaði þá vand- lega með fingrum sínum og skenkti okkur síðan í þá. Kaffið var hræðilega sterkt, en bollarnir voru smáir. Ég þorði ekki að færast undan, en ég var óvön kaffi. Þegar við vorum að drekka kaffið tók sú enska lítið hefti upp úr vasa sínum. í því voru litaspjöld í ýmsum litum, og með þeim skýrði hún síðan fyrir Bedúínunum, hversu hjarta mannsins væri svart sem svarta spjaldið, unz hið rauða blóð Krists hreinsaði það. Þá yrði það hvítt. Og svo endaði hún á gullnum lit, sem táknaði himininn. Ég skildi ekki allt, sem sagt var, en þó nógu mikið til þess, að mér var Ijóst, um hvað talað var. Og það virt- ist komast til skila. Fólkið hlustaði af mikilli athygli. Ég held, að það hafi skilið það, sem hún sagði. — Talaði hún arabísku? — Já, hún talaði arabísku. Mér varð stundum á að brosa að henni heima í Jerúsalem, en nú hugsaði ég með sjálfri mér: Já, — hér virðist hún eiga heima. Á heimleiðinni fór ég að finna til í höfðinu. Ég fann, að kraftarnir voru þrotnir. Sólin skein í sífellu. Ef til vill var kaffið einnig full sterkt. Ég veit ekki, hvort heldur var, en ég komst ekki lengra. Ég reyndi að finna ein- hvern stað, þar sem ég gæti a. m. k. verið í skugga með höfuðið, en það var engan skugga að sjá. Ég fann aðeins smá stein, sem var nógur til að varpa skugga á fingur eða hendi. Ég lagði höfuðið við hann. Og þá kom sú enska og sagði: ,,Við erum orðnar villtar." Þar sátum við svo dálitla stund, og mér fór að liða heldur betur. Þá kom þar að fellaki, arabískur bóndi, með asna sinn. Hún spurði hann um leið- ina. Hann svaraði, að ekki rataði hann, en asnan rataði. Þá spurði hún hann, hvort hann vildi ekki leyfa mér að ríða ösnunni. Fyrir það vildi hann fá tíu pjastra, en samningarnir tókust. Og ég reið ösnunni og hugsaði til Maríu. En það var bara notalegt. Það var farið svo rólega, að engin hætta var á ferðum. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.