Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 24

Kirkjuritið - 01.04.1977, Side 24
Fyrirgefið mér Annar páttur Skrifað stendur í Jesajabók — i fyrstu sat ég að mestu ein sér, þegar ég sótti fyrirlestra. En þar var einnig blind gyðingastúlka, sem hét Ester og var ein síns liðs, eins og ég. Systir hennar fylgdi henni í skólann og sótti hana síðan aftur. Ester fékk að læra, vegna þess að hún var blind. Systur hennar fengu það ekki. Slíkt var ekki ætlað konum. Foreldrar þeirra voru rétttrúaðir Gyðingar og bjuggu nærri Mea Sjearim, því gamla hverfi, sem einkum er byggt trúuðum Gyð- ingum. Ég fór svo brátt að sitja hjá Ester og varð okkur gott til vina. Oft fylgdi ég henni heim og kynntist þá fjölskyldu hennar. Einkum átti ég lang- ar samræður við föður hennar. Hann var mjög guðhræddur Gyðingur. Eitt sinn, nokkuð löngu eftir að ég kom til landsins, fór hann að spyrja mig nánar um trú mína á Jesúm. Sjálfur kvaðst hann ekki þurfa á Jesú að halda. Ég spurði, hvort hann hefði fengið fyrir- gefning syndanna. Hann svaraði: „Já, við höfum nú friðþægingardaginn.“ Ég spurði aftur: ,,Og hvar eru fórnirn- ar“? — Þeir hafa semsé engar fórnir. — Og loks sagði hann: ,,Já, en skrifað stendur í Jesajabók, að Messías muni taka á sig syndir vorar, þegar hann kemur.“ Yngri bróðir Esterar varð að ganga á Talmúð-skólann. Hún sagði mér síð- ar, að hann hefði verið mjög gramur yfir því. Hann vildi fá að ganga á venjulegan skóla, eins og aðrir dreng- ir, en faðir hans vildi það ekki. — Var þessi Talmúð-skóli mjög gamaldags? — Þar voru ekki kenndar þær nýju greinar, sem tíðkast við skóla í Evrópu. Þar er ungum drengjum kennt að lesa og skrifa og reikna dálítið, en næstum ekkert annað. Því næst er farið að lesa Gamla testamentið og síðar Talmúð. Flest börn í ísrael gengu þá á hebr- eska skóla, sem eru áþekkir skólum okkar, en rétttrúaðir Gyðingar viður- kenndu þá ekki. Þeir vildu ekki, að börn þeirra gengju á þá og yrðu þann- 22

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.