Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 30
hvor, stöllurnar, en höfðu svo gesta- stofu og lítið eldhús að auki. Þegar eldhús ber á góma, fer Aili brátt að kíma. — Við elduðum til skiptis, segir hún og hlær með sjálfri sér og heldur svo áfram. Það var svo spaugilegt. Þegar Ester bjó til morgunmatinn spældi hún egg á pönnu. Og ég hugsaði: ,,Nú já, þetta þykir henni gott.“ Og svo fór ég aðeins að, þegar ég átti að sjá um morgunmatinn. Og þetta gerðum við lengi, áður en við komumst að því, að báðar vildu held- ur soðin egg en spæld. Irene kemur og Ester fer Og svo kemur Irene til sögunnar. Þá var gestagangurinn orðinn svo mikill og annirnar, að þörf var á aðstoð við eldhúsverkin og fleira. Irene var Gyðingur, ung stúlka og komin frá Sviss. Hafði Hilda Anders- son beðið Aili að gefa sig að henni að ósk prests nokkurs í Sviss. Tókst þá vinátta góð með þeim, og fór Aili að kenna Irene kristin fræði og lesa með henni í Biblíunni. Kom þá að því, að hún vildi láta skírast, þótti Aili það full snemmt. Nokkrir örðugleikar reyndust vera á að fá skírnina, vegna þess að hin ýmsu kristniboðsfélög höfðu gert með sér samkomulag um starfsvettvang og verkaskipting. Þjóð- verjar áttu t. d. einungis að starfa meðal Araba í Jerúsalem, en Anglik- anar meðal Gyðinga. Irene var þýzku- mælandi, og vildi helzt hljóta skírn af þýzkum presti, en ekki brezkum. En svo fór, að hún kynntist Plymouth- bræðrum, sem Aili hafði raunar nokkur samskipti við. Þeir reyndust fúsir að veita henni skírn án frekari undirbún- ings. Aili féll það miður, og það fannst á, að skírnarathöfnin sjálf hefur ekki verið henni með öllu geðfelld. — Einhvern dag kom hún og bað mig að vera við skírnina. Og ég fór. — Þér fannst hún hafa þörf fyrir meiri fræðslu? — Já, hún trúði að vísu, en mér fannst einhvern veginn, að sá, sem snerist frá gyðingdómi til kristinnar trúar, hlyti að þurfa ýtarlega fræðslu. — Hún var skírð í miklu vatni. En eitthvað var í þeirri skírn, sem mér féll ekki. Þegar hún kom upp úr vatn- inu, var hún færð í síðan, hvítan kyrtil, og á leiðinni til herbergisins, sem hún átti að klæðast í, sagði hún: ,,Æ, hér blotnaði ég alls ekkertl" Og AiN bendir á herðar sér eða hnakkann, um leið og hún segir þetta. Þetta heyrði roskinn kristniboði úr söfnuð- inum og fór þá að þræta um það við hina, hvort þetta væri rétt skírn eða ekki. Og ég hugsaði: Hér er eitthvað meira en lítið brenglað. Aili verður döpur við þessa endur- minningu, og þó getur hún ekki variz{ brosi í lokin. Saga Irene er miklu lengri, en þetta mun duga sem svipmynd af því, sem margan dag var við að fást þar eystra fyrstu árin. En í stuttu máli að segja, þá gekk Irene í lið með þeim Estet og Aili. Síðar hvarf svo systir Estet aftur til Haifa. Hún hafði orðið fyrii' taugaáfalli einhvern tíma á lífsleiðinni og þoldi ekki of vel sambýlið við Irene. En það olli einnig nokkru um, 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.