Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.04.1977, Qupperneq 25
ig framandi í heimi feðra sinna og ó- kunnug Talmúð. Elzta systirin vann í verzlun, sem þau áttu, til þess að faðir hennar hefði tóm til Talmúðrannsókna sinna. — Þurfti hann þá ekkert að vinna annað? —Ég býst við, að hann hafi eitthvað komið að verzluninni, en það voru einkum kona hans og þessi dóttir, sem önnuðust hana. Það er nú svo, að því, er segir í Talmúð, að annist konan dagleg störf og sjái til þess, að maður hennar geti helgað sig Talmúðlær- dómi, þá má hún vænta þess að fá að sitja á skemli við fætur hans á himn- um. Þau voru mér ákaflega góð, og heimilið var með góðum brag. Augu Esterar og samræður á vegi Annars voru stúdentarnir við háskól- ann heldur hlédrægir við Aili, einkum þó stúlkurnar. Piltarnir voru öllu kjark- aðri og fóru smátt og smátt að spyrja eins og annars. Eitt virtist þó einkum vekja furðu þeirra. Sá, sem tekið hafði að sér að kenna henni hebresku sagði vi3 hana: „Hvernig geturðu verið með Ester? “ Hún spurði, hvað hann ætti við. Hann svaraði: ,,Ég get ekki horft i augu hennar. Þau eru svo hræðileg, að mér verður illt, þegar ég lít á hana.“ — Eins var um hina. Þeir gátu ekki skilið, segir Aili, að okkur kom svona vel saman. Það var alllöng leið frá Scopus- fjalli niður I borgina. Flestir stúdent- amir fóru á milli í strætisvagni, en ég gekk oft alla leiðina, og sumir piltarn- ir sömuleiðis. Þegar þeir sáu mig ganga þar eina, fóru þeir að slást í för með mér og spyrja mig, hvers vegna ég væri þar við nám. Og ég sagði þeim umbúðalaust, að ég ætlaði að gerast kristniboði. Því væri ég að læra. Og þá fóru þeir allir að spyrja mig spjörunum úr — um trú mína. Þannig kom það alveg af sjálfu sér, að ég gat talað við þá um Jesúm og það, sem hann gerði. En þeir rákust alltaf á sama þröskuld: Tækju þeir á móti Jesú, var það eins konar afneit- un eigin þjóðar. Og hvernig áttu þeir að geta afneitað þjóð sinni, sem kristnir menn höfðu leikið svo hörmu- lega og ofsótt fyrr og síðar. Áhugasamastir voru trúuðu stúdent- arnir. Þeir höfðu flestir lesið Nýja testamentið, enda komnir frá Evrópu. Þeir voru kunnugir því, en sumir við- urkenndu reyndar, að svo langt væri síðan þeir lásu það, að þeim veitti ekki af að lesa það að nýju til að geta tekið þátt í samræðunum. Til Betlehem ríðandi á ösnu — Fyrstu mánuðina bjó ég hjá Hildu Anderson, eins og ég sagði, en þar kom, að mig langaði að búa meðal Gyðinga. Ég frétti af gistihúsi, sem eldri gyðingahjón ráku. Þar var þá meðal gesta roskin, ensk kona, sem ætlaði sér að læra hebresku, til þess að geta þýtt Gamla testamentið á mál einhvers lítils ættflokks í Egyptalandi. Hjá því fólki hugðist hún gerast kristni- boði. Og þessi kona tók mig stundum með sér í fjallgöngur. Hún var komin 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.