Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 20
arinnar. Það foreldri hefur nefnilega ekki aðeins veitt barni sínu innantóma væntumþykju, heldur elskað það „í drottni,11 unnað því frammi fyrir augliti Guðs. Hvað er athugavert við ást og umhyggju foreldra, sem afla fæðis og klæðis handa börnum sínum og koma þeim til mennta, kannski með því að leggja á sig þungar byrðar og færa miklar fórnir? Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Þetta fólk gleymir svo oft sálarheill barna sinna. Ungur maður, sem framdi sjálfs- morð, skrifaði mér þessar línur: ,,Þú ert sá eini, sem ég ætla að segja frá áformi mínu. Seg þú foreldrum mín- um frá því. Þau verða furðu lostin. Þau þekktu mig aldrei, þrátt fyrir alla umhyggju sína. Þeim finnst ég vera sólargeislinn þeirra, þegar ég háma í mig uppáhaldsmatinn minn, sem mamma býr til af svo mikilli list og natni. Þeim finnst þau hafa fætt mig, en ég svelt. Þau bjuggu mér heimili, fannst þeim, en ég var í rauninni heim- ilislaus." Og hvað segir ungi maðurinn í kvik- myndinni „Því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“ (orðin eru lögð í munn James Dean, leikaranum unga, sem dó allt of fljótt)? í myndinni kynnumst við foreldrum, sem sjá ungum syni sínum fyrir öllum hugsanlegum þæg- indum og leggja sig mjög fram um að komast að því, hvað þau geta gert og lagt af mörkum, til þess að auka lík- amlegan þroska hans og búa hann sem best undir lífið. En þau hafa ekki hugmynd um hvað það er, sem á hug hans allan. Og loks þegar hann léttir á hjarta sinu og færir í tal við þau hugarvíl sitt og allar ósvöruðu spurn- ingarnar, sem á hann herja, þá segir faðir hans við hann: „Bíddu bara hæg- ur, eftir 10 ár eða svo verður þetta allt liðið hjá. Þá horfir þetta allt öðru vísi við þér.“ En drengurinn hrópar: „Ég vil vita svarið núna! Og nú, þegar ég þarfnast þess mest, getið þið ekki svarað mér. Þrátt fyrir alla umhyggju ykkar, bregðist þið mér. Og þegar ég er hjálparþurfi, þegar ég örvænti, þá getið þið bókstaflega ekkert látið mér í té.“ í þessum töluðum orðum, ræðst hann að föður sínum og verður honum að bana; hverfur við svo búið á braut. Eiga þessir foreldrar, þessar önnum köfnu fyrirvinnur, nokkurn raunveru- legan kærleika til? Eru þeir ekki að- eins að fá móður- og föðurtilfinning- um sínum útrás? Eru þeir ekki að skilja þá eftir eina og yfirgefna, sem þeim er trúað fyrir? Eru þeir ekki að ala upp sjálfsmorðingja og andlega umrenninga? Og svo þegar ólánið dynur yfir (þótt ekki gangi það nú ætíð svona langt, Guði sé lof), þá koma þeir öldungis forviða fyrir réttinn og segja: „Ég dró við mig mat, hætti að reykja og sat heima í sumarleyfunum hans vegna. Ég var eins og fugla- hræða til fara, til þess að hann gæti stundað námið af alefli. En hugur og hjarta barnsins míns var mér óskrifað blað; ég þekkti hann aldrei í raun og veru.“ Þetta er aðeins lítið dæmi um það, hvernig djöfullinn spúir eitri í dýrmæt- ustu gjafir Guðs, hversu hann getur spillt sambandi okkar við þá, sem við elskum mest og notað það, sem ætti að færa okkur nær Guði til þess að hrekja okkur í burtu frá honum. Til er kærleikur og fórnfýsi, sem firrir okkur 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.