Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 46
Bókafregnir
Himinn í augum
Það er fagnaðarefni og þakkarvert, að
Hallgrímsdeild Prestafélags íslands
hefur nú gefið út postillu með predik-
unum síra Þorsteins Briem. Bókin kom
raunar út árið 1975, og er ekki skamm-
laust, hversu lengi hefur hjá liðið að
geta hennar í Kirkjuriti. En orsakir eru
samar og áður. Þeir, sem til hefur verið
leitað, hafa vikizt undan því að láta í
té umsögn sína. Það má einnig heita
vorkunnarmál, þótt menn kjósi fremur
að skrifa fyrir dagblöð og hljóta umb-
un fyrir. Það er ætíð talsvert verk að
skrifa um bók.
Svo gamlar eru predikanir síra Þor-
steins orðnar, að það er efalaust fífl-
dirfska af miklu yngra manni að ætla
sér að rita um þær. Þó verður svo að
vera, og helzt er það til málsbóta, að
síra Þorstein sá ég nokkrum sinnum í
æsku og heyrði hann predika einu
sinni eða tvisvar. Einkum er mér minn-
isstætt, er ég heyrði hann predika á
Akranesi, þegar þar var haldið kristi-
legt mót. Er mér raunar miklu gleggra
í minni fas hans allt og framsögn held-
ur en efni predikunarinnar, en því
kynni æska mín að hafa valdið. Allur
var hann hinn öldurmannlegasti, hvítur
á hár og skegg, ef skegg var nokkurt
þá, en dökkur á brún. Hann studdi
báðum höndum á stólsbríkina, var
Kirkjuræður eftir
síra Þorstein Briem
fremur álútur og þeim mun rneir, sem
ákefðin varð meiri. Röddin var ekki
styrk eða hljómmikil og hefur senni-
lega aldrei verið, fremur björt oQ
framburður afar skýr, þótt mælskan
væri mikil og oft væri borið ótt á-
Sannfæring og kraftur fylgdu. Sé ég
enn og heyri, hversu hann laut fram og
niður, lækkaði röddina og bar sem
óðast á, svo að nærri varð sem í hálf'
um hljóðum, þegar mestur þungi fylgdi
orðunum.
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup.
sem ritar formála að postillunni, segir
þar: ,,Það var einmælt, að hann vaeri
sá prestur sinna daga hérlendis, sem
einna mest kvæði að. Bar þó frá um
það álit, sem hann hafði á sér sem
prédikari. Þar þóttu fæstir komast jafn-
fætis honum og enginn frarnar." Og
enn fremur, nokkru síðar: ,,Síra Þor-
steinn gerði sér ekki sjálfur grein fyrir
því, hve sterkur hann var i flutningi. En
það vissi hann, að glóðin hið innra á
þeirri stundu, sem talað var, gaf tung-
unni máttinn. Leyndarmál hins rómaða
flutnings var ekki annað en það, að
alhugur fylgdi máli.“
Fleira þarf vart um það að segja-
Að öðru leyti var ég miklu kunnari síra
Þorsteini af spurn en raun. Oft heyrð'
ist rætt um, að hann hefði verið nokk'
44