Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 58

Kirkjuritið - 01.04.1977, Blaðsíða 58
hver svo sem er, alveg á sama hátt og lexian í óttusöng er enn lesin. Einn eða tveir skyidu lesa eða einn eftir annan lesi eða einn kór eftir annan, svo sem bezt þykir henta. Því næst skal predikarinn eða sá, sem það er falið, ganga fram og leggja út nokkurn hluta lexiunnar, svo að allir hinir fái skilið, séu fræddir og áminntir. Þetta fyrsta verk nefnir Páll í I. Kor. 14 að tala með tungu. Hið annað — útleggingu eða spádóm og flytja mál sitt með huga eða skilningi. Þar sem þetta verður ekki, þar heíir söfn- uðurinn enga bót hlotið af lexíunni eins og gerist hér í klaustrum og stofnunum, þar sem þeir hafa baulað hana í veggina. Þessi lexía á að vera úr Gamla- testamentinu. Menn taki þar hverja bók fyrir sig og lesi einn eða tvo kapitula eða hálfan. Þegar henni (bók- inni) er lokið, þá sé önnur tekin íyrir og svo áfram, unz öll Biblían hefir verið lesin, og jafnvel þótt menn skilji ekki, þá fari menn yfir hana og heiðri Guð. Þannig hljóti hinir kristnu skiln- ing, æfingu og þannig þekkingu fyrir daglega iðkun Ritningarinnar. Því að af slíku urðu, hér áður fyrr, til hinir ágætustu kristnir menn, meyjar og píslarvottar og ætti auðvitað einnig svo að verða nú. Þegar lexían og útleggingin hefir staðið í hálfa stund eða lengur skulu menn því næst þakka Guði sameigin- lega, lofa hann og biðja um ávöxt orðsins o. s. frv. Til þess skulu menn nota Davíðssálma og nokkra góða víxlsöngva (responsoria) og andsteí (antiphon) svo stutt, að allt sé gert á einni stundu eða svo löngum tíma, 56 sem þeir vilja, þó svo að sálinni verði ekki drekkt, að hún verði þreytt oQ leið eins og í klaustrum og stofn- unum hér um slóðir, þar sem þeir hafa stritað eins og asnar. Menn komi saman aftur á sama hátt á kvöldin kl. 5. eða 6. Þá skal taka fram eina bók eftir aðra úr Gamla- testamentinu, nefnilega spámannarit' in á sama hátt og um morguninn vora teknar fram Mósebækur og sögurit. En þar eð Nýjatestamentið er einnið bók, læt eg lesa Gamlatestamentið á morgnana, en Nýjatestamentið á kvöld- in eða öfugt og á sama hátt lesa, útleggja, lofa, syngja og biðja svo sera um morguninn í eina stund. Því að þetta er allt gert til þess að orð Guðs sjálft komist á stjá, hressi sí' fellt sálina og lífgi, svo að hún verði ekki hirðulaus um það. Vilji menn nú halda slíka sarnkoma að deginum til eftir mat, þá er það í sjálfsvald sett. Þótt varla sé við því að búast, a® allur söfnuðurinn sæki slíkar guðs' þjónustur, skulu þó prestarnir oQ nemendurnir gera það og einkum þeir, er vænta má að verði góðir predikaf' ar og sálusorgarar. Þeir séu hvattif til þess að gjöra þetta af frjálsum vilja, en ekki með þvingun og lönð' unarleysi né vegna tímanlegra og e]' lífra launa, heldur aðeins til að heiðra Guð og vera náunganum til nytsemd' ar. Á sunnudögum skal aftur á mó*1 vera guðsþjónusta fyrir allan söfnuð' inn auk hinnar daglegu sarnkom^ minni hópsins, og þá sé að sjálfsögðÞ messa sungin eins og verið hefir aftansöngur (vesper), þannig að Pre' k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.