Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 54
48
Stanley Jones:
Prestafélagsritið
öllu, að vita það, að þótt lífið hér i heimi kosti oss
þjáningu, þá kostar það Guð meira. Fagnaðarerindið
boðar alt þetta, af því að það seg'ir það ekki aðeins og
lætur svo gott heita, heldur vísar það veginn með því
að sýna, að fært sé að verja þjáningunni vel. Fagn-
aðarerindið er hölsýnust lífsskoðun, af því að það lítur
á lífið frá sjónarmiði krossins, en bjartsýnust, af því að
það trúir því, að krossinn hans og vor geti verið, og sé
búinn endurlausnarmætti.
Fagnaðarerindið eitt kennir mönnum að taka á netlu
lífsins — að þora að grípa fast um hana, þegar hún er
sárust, og opna svo lófann og' sýna, að þar eru blóm
— Saronsrósin sjálf. Ég hlustaði einu sinni á flokk at
blindum börnum, þar sem þau stóðu og' sungu: „Guð
vor er kærleikans Guð“. Hvernig dirfðust þessi blindu
börn að syngja svo? Þau hefðu ekki getað það, ef kross-
inn væri ekki þungamiðja fagnaðarerindisins og birti
jafnframt eðli Guðs.
Fagnaðarerindið eitt birtir þá trú, sem þorir að segja
við fylgjendur sína: „Sjá, ég sendi yður sem sauði á
meðal úlfa“ — yður mun jafn torvelt að komast hja
þjáningu af völdum mannanna og náttúrunnar eins og
sauðunum úr úlfaþrönginni. Það gat sagt það, af því að
það átti eftir að segja: „Ég sá lambið i hásætinu“ — og
lambið i hásætinu er trygging fyrir því, að vér eigurn
einnig og einhvern tíma að komast með einhverju móti
út úr úlfakreppu mannanna og náttúrunnar og vinna
sigur á báðum.
Hún er djörf frásögnin um það, að meistarinn hafJ
riðið á asna í sigurför sinni. Hann reið sigri lirósandi a
þeirri skepnu, sem vottaði dýpstu lægingu. En þetta er ein-
mitt það, sem hann gjörði. Þeirrar tíðar mönnum þótti
auðmýkt, hógværð, kærleikur, sjálfsfórn, kross, asnaleg-
En þetta hóf hann í sigurför lians. Menn eru rétt nú að
vakna til meðvitundar um þá staðreynd, að þetta seu
hornsteinar alheimsins, en alt annað ótraust, svo að rikJ