Syrpa - 01.10.1919, Side 8

Syrpa - 01.10.1919, Side 8
74 S Y R P A spyrja hann brosandi að einhverju, ellegar hún hélt áfram ræðunni, og skeikaði þá ekki í vali völdustu orða, að segja það sem henni bjó í brjósti, og hvorki foreldrar henn- ar né beztu vinstúlkur höfðu nokk- urntíma heyrt hana víkja að. Þau streymdu svo lipurt, að hana hreint íurðaði; henni fanst með köflum hún vera komin inn í ónumið um- hverfi sinnar eigin sálar, þegar þau liðu af vörum hennar. Að lyktum, af því að hana setti hljóða og hún hætti að brosa — yndisleg ásýndum, þar sem hún sat? og mjúkum roða litbrigða himinsins helti yfir hana, með end- urskin ráðgátu rökkursins á hör- undsmjúka, þelhýra andlitinu — tók hann til máls og gerði játningu um, hve hamingjusamur hann væri. “Aldrei, hvergi hefi eg verið eins sæll og eg er nú.” “Hafið gát á yður. Við kom- um okkur saman um, að —” “En þér voruð því samþykk, að við fyndumst eftir þriggja ára bréf aviðskif ti. "Það var einungis af því að þér lögðuð svo fast að mér.” “Sjáið þér eftir því?” “Eg veit ekki hvernig eg á að svara þóknanlega.” “Þér gerðuð það núna ungfrú.” “Já, en að minsta kosti ekki sjálfviljuglega. Þó sögðuð þér einu sinni í bréfi til mín: Alt ætti að vera gert sjálfviljuglega.” “Mikill skelfingar dagur var það. Við vorum —” Hann gerði sveiflu með hend“ inni sem hann væri að banda frá sér hræðilegum endurminningum, sem mundu hafa fylt víkina litlu með dauðum mönnum og óghrleg- jjs ofboldisverkum, þar sem sólin var að setjast á bak við hafsbrún- ina svo að segja hreyfingarlausa. Með golunni barst fallbyssuduna úr fjarlægðinni, önnur, þriðja. “Eg ætlaði að segja yður frá einnar klukkustundar viðburði úr stríðinu, en þessir dynkir þögguðu niður í mér.” Þau hlustuðu. Ekkert kom ut- an úr hafinu annað en holskefla, sem hvelfdist á sandinn. Áhyggju- skýið fór ekki af andliti hennar, og báðar hendur hennar kreptust ut- an um sandinn, sem hún hafði fylt þær með. “Eruð þér ekki hrædd um að það slái að yður?” Hún hrökk við eins og hann hefði komið við hana. Svo svar- aði hún með hendingu eftir Ver- laine: “Nú er óskanna ágæt stund.” Hún fór að tala um veizluna heima, og um gestina, sem voru að spila vist, en það var ekki til neins. Hún hafði jafnvel ekki sinnu á að horfa út á sjóinn. Hann fór að tala um annað, en það var til einkis. Þau voru hvort í sínu lagi, að hugsa hvort um ann- að. I sannleika var það þetta, er gekk að þeim báðum jafnt og olli því, að þau þögnuðu svo skyndi- lega. Hafsbrúnin var að renna saman

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.