Syrpa - 01.10.1919, Side 40

Syrpa - 01.10.1919, Side 40
106 S Y R P A FYRSTI KAPÍTULI. Nýr liðsmaður. Júlísólin skein Lrennandi heit á rykugar göturnar í Spurs Corner. ÞaS var heitasti bletturinn í allri Jackson-sýslunni í Missouri. Tveir menn sátu undir skuggsælu veggsvalaþaki fyrir framan ofurlítið veitingahús, þar sem forsælan var nóg. Þeir Iögðu hælana upp á handriðið, sem var umhverfis svalirnar^ og virtust vera rólegir og ánægSir með lífitS. Annar var nokkutS hærri vexti en hinn; hann var skegglaus og snareygur. Af lát- bragði hans mátti ráSa, að hann væri að 'bíða eftir einhverjum; að vísu var hann ekki órólegur, því hann stóð ekki á fótunum, en hitt var sýnilegt að hann var að ibíða. Félagi hans, sem hafði grá augu, er hann hálf-ligndi aftur, virtist ekki vera að 'hugsa um neitt; hann hengdi niður höfuðið og var rétt að sofna. “Hann ætti að vera kominn, Frank,” sagði Jesse James — þessir tveir menn voru hinir alræmdu bræður, útlagarnir, sem fimtíu þúsund dollarar höfðu verið lagðir til höfuðs. Þeir sátu þarna fyrir framan veitingahúsið eins og hverjir aðrir frjálsir menn þrátt fyrir það þótt ekki væri meira um annað talað en hið djarf- lega rán í St. Genevieve bankanum. “Hann er líklega raggeit,” sagði Frank geispandi. “Hann hefir orðið að yfirgelfa Indíánaland,” sagði Jesse hlægjandi, “og ef við tökum ekki við honum, þá gerir eftirleitar- flokkurinn það.” “Eg hélt að þú kærðir þig ekki um að fá fleiri í flokkinn,” sagði Frank og linaði ögn á beltinu, sem Ihann hafði utan um sig. “Það er aðeins vegna þess að Comanche Tony bað mig þess að eg tek við honum,” sagði Jesse. Frank tók fæturnar ofan af ‘handriðinu og rétti úr sér. Comanche Tony var vel þektur nautahirðir frá Texas, sem hafði lent í klandur og farið víða um. Frank hafði ekki heyrt hann nefndan á nafn langa lengi. Það var siður Jesses að segja jafnvel ekki bróður sínum frá öllum leyndarmálum sínum. Sann- leikurinn var sá, að honum hafði tekist að ræna og drepa í tuttugu ár, vegna þess að hann trúði ekki nokkurri lifandi manneskju fyrir öllu. Hann háfði séð marga félaga sína verða lögunum að bráð vegna þess að þeir treystu kvenfólki; sjálfur treysti hann engum til fulls. “Hvað er með Tony?” spurði Frank. “Hann gengur í lið með okkur,” sagði Jesse rólega; eg

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.