Syrpa - 01.10.1919, Page 56

Syrpa - 01.10.1919, Page 56
122 S Y R P A son. Þar kemur kafli úr viÖureign þeirra Eríks og Stefáns Ólafssonar, bls. 86—87( sem eg vil leyfa mér aÖ taka hér með, því hann lýsir Stefáni að nokkru leyti, og sýnir ljóslega, að það sem honum mun hafa verið eiginlegt, að hann var þungur til vinnu og vildi hafa góða og náðuga daga. “Einn vetur var hann (Eiríkur) léður frá Hofteigi (hann var þar lengi hjá séra Sigfúsi Finnssyni), fyrir sauðasmala að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Þar bjó þá ekkja er Anna hét (Guðmundsdóttir). Fyrirvinna hjá henni var þá Stefán Ólafsson sterki úr Húsavík, mikill maður og sterkur; hann kvæntist ekkjunni síðar. Stefán var heima við á daginn og hirti gripi þá, er heima voru. Það hafði farist fyr- ir hjá Stefáni að moka hesthúsið nógu oft og hafði safnast fyrir svo mikið undir hestunum, að þá tók nærri heima í ræfrinu. Eiríkur var allan daginn við beitarhús og kom seint heim á kvöldin, og þá stund- um með hærusekk mikinn fullan af sauðataði frá beitarhúsunum. Eiríki þótti daufl'eg vistin á Aðal- bóli, og þóttist þar hafa orðið fegnastur mat sínum eins og Grett" ir á Reykhólum, enda sagði hann svo sjálfur frá, að húsfreyja hefði haldið öllu til Stefáns, sem bæði var í tilhugalífi við hana, og heima á daginn; fanst Eiríki að Stefán ætti of gott í samanburði við sig, en hefði þó öllu léttari störf og hægri, og fékk hann af þessu óvild nokkra til Stefáns; þótti hann um of húsbóndaríkur á heimilinu. Þá var það eitt'kvöld um veturinn, er Eiríkur var heim kominn af beitar- húsunum, að Stefán skipar Eiríki að moka hesthúsið morguninn eft- ir, áður en hann fari á beitarhúsin, en Eiríkur tók lítt í það en segir á þá leið, að Stefán muni ekki ann- að þarfara vinna sjálfur. Hefir Stefán þá í heitingum við hann og líður svo nóttin. Morguninn eftir fer Eiríkur að vanda sínum til beti- arhúsa. og var Stefán þá ei risinn úr rekkju. Um kvöldið tekúr hann með sér taðpoka heim. Hafði hann pokánn á bakinu í bandi, og brugðið lykkju fram yfir höfuð sér að halda í. Ófærð var nokkur og fannir sumstaðar. Þeg- ar heim kom að bænum, lá leið Ei- ríks fram hjá hesthúsinu; en dimt var orðið, og er hann gengur fram hjá hesthúsdyrunum, veit hann ekki fyrri til en Stefán snarast út úr hesthúsinu, að honum og rekur hnefann svo hart á nasir Eiríki, að blóð féll um hann allan. Eiríkur reiðist, fleygir lykkjunni yfir höf- uð sér, svo hann verður laus við byrði sína, og ræðst á Stefán. Varð þar harður aðgangur, en svo lauk að Eiríkur hafði Stefán undir, og hélt honum föstum í skaflinum, og lét blæða úr sér í andlit honum, þar til honum hætti að blæða. Lét hann þá Stefán loks upp standa, og fór sjálfur heim til ibæjar. Ekki lagði Stefán neitt til Eiríks upp frá því, hvorki ilt né gott, að hann sagði.” Það heyrði eg talað um fyr á ár-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.