Syrpa - 01.10.1919, Side 58

Syrpa - 01.10.1919, Side 58
124 S Y R P A Ólafsson stofnatSi nýbýli í Víðidal, sem er fjalldalur upp af Lóni, milli Hofsjökuls að austan og Kollu- múla að vestan; hann er 2—3 míl- ur alls. 1 Ferðabók Þorvaldar Thorodd- sens, öðru bindit bls. 78, kemst höfundurinn svo að orði: “Þótt beitarland í dal þessum sé svo á- gætt, þá er þó eigi gott að búa þar fyrir snjóþyngslum á vetrum, og eins af því, að aðflutningar eru þar nær með öllu bannaðir, vegna jökla og öræfa er að dalnum liggja. svo að illfært er að komast þangað með áburðarhesta. Mað- ur nokkur, að nafni Stefán Ólafs- son, er þótti fremur ódæll, gjörð- ist nokkurskonar útilegumaður^ og settist að í dalnum 1 840, og bygði sér kofa þá, sem rústirnar sjást enn af; hann var þar þó ekki lengi, að- eins skamma stund. Þorsteinn nokkur Hinriksson flutti sig þá í kofana, með konu, 2 ungbörnum og einni stálpaðri telpu. Gerði hann þetta í forboði Stefánst og er mælt að Stefán hafi hótast við hann og sagt, að ei mundi löng verða vera hans í dalnum. Fyrsta veturinn, sem Þorsteinn bjó þar, tók af bæinn í snjóflóði. Það var á þrettánda í jólum. Var Þorsteinn að lesa húslestur, og fórst þar með tveim börnunum, en konan komst af, þó viðbeinsbrot- in, og unglingsstúlkan. Komust þær undan röftum í eldhús, er minna hafði laskast, og li'fðu þar í 5 eða 6 vikur. Síðan urðu þær að leggja til bygða sökum vista- skortst þótt eigi væri það árenni- legt. Þær gengu upp Víðidal og upp á Öræfi; viltust, urðu að grafa sig í snjó, og komust loks eftir 3 dægur við illan leik, aðframkomn- ar, að Hvannavöllum í Geithella" dal. Stúlkan, sem var rheð ekkju Þorstein Hinrikssonar í þessum hrakningum^ hét Guðný Sigurðar- dóttir; hún giftist seinna manni, er Eiríkur hét; þau bjuggu á Beru- fjarðarströndinni, eg held á Karls- stöðum. Guðný var gjörfugleg og góð kona. Kringum 1880 flutti hún á Seyðisfjörð, og var þá ekkja; með henni var sonur henn- ar, Sigurður Eiríksson, unglingur að aldri. Þá kom einnig Ingi- björg dóttir hennar, gift Stein- grími Sigurðarsyni, Steingrímsson- ar. Þetta fólk bygði sér hús fyrir ofan ölduna, og kallaði á Grund. Það hús tók af, ásamt 1 4 öðrum í- búðarhúsum, í hinu voðalega snjó- flóði á öskudaginn, 18. febrúar 1885. Hjónin Steingrímur og Ingibjörg, og Guðný móðir henn- ar, voru í tölu hinna 24 mannat sem lífið létu í því stórkostlega til- felli. Sigurður Eiríksson komst lífs úr fHðinu; hann var greindur vel og hpurmenni, og vel þokkað- ur eins og móðir hans. Hann giftist í Seyðisfirði ogbygði sér bæ fyrir utan Brimnes, og kallaði að “Brimbergi”. Var hann þar mörg ár, en nú (1915) kvað hann vera fluttur í Mjóafjörð. Með Stefáni Ólafssyni fluttist unglingspiltur í Víðidal; hann dó

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.