Syrpa - 01.10.1919, Page 67

Syrpa - 01.10.1919, Page 67
S Y R P A 133 FRUMBÝLIÐ. Eftir Juhani Aho, cinrx hinna helztu af skáldum Finna. ir * BæSi voru þau vinnuhjú á prestssetrinu. Hann gætti hest- anna og hún annaSist matreiSsl- una. Á stundum, er þau sátu sitt viS hvort borSshorn og möt- uSust, létu þau fjúka spaugsyrSi; en optast nær gekk þó á rifrildi milli þeirra. Húsbændunum fanst þeim koma afarilla saman. ,,Þau bítast og klórast eins og hundur og köttur" var viSkvæS- iS. En þegar þau voru ein sainan, annaS hvort við fiskiveiSar á næturþeli, heyannir eSa korn- uppskeru, þá kom annaS hljóS í strokkinn, og svo fór aS lokum, aS þeim kom á samt um aS fara að hokra. Þau völdu sér bæjar- stæSi á keldubakka nokkrum langt úti í óbyggSum. Var þar nægilegt skógland til ruSnings og ræktunar. Þar var stór land- spilda alþakin elritrjám, og var hún sjálfkjörin til akuryrkju, en beitiengi hugSu þau aS rækta báSum megin lækjarins. ÞaS stóS ekki á öSru en fé til húsa- byggingar. KaupiS var lítiS, og varla var til þess hugsandi fyrir þau aS reisa bú, áSur en þau aS minsta kosti hefSu krækt sér í eina dróg og eina belju. Þessu hvoru- tveggju var um aS kenna, aö brúSkaupiS dróst á langinn. En eftir því sem fram liSu stundir, var bandiS æ fastara og fastara milli þeirra, og jafnframt urSu framtíSarhorfur þeirra betri. í tómstundum sínum gerSu þau eigi annaS en telja skildinga þá, er þau voru búin að nurla sam- an, og reikna út, hve lengi þau þurftu enn þá aS vera í vistinni til þess aS ná í upphæS þá, er þau gætu komist af meS. Eng- inn varS þess áskynja, aS smátt og smátt lifnaSi hjá þeim hin á- kafasta frelsisþrá og brennandi löngun eftir aS vera sjálfs sín ráSandi. Á prestssetrinu var gæSavist og þurftu þau þar eng- ar áhyggjur aS bera, kaupiS ríf- legt og föt og fæSi ; en engu aS síSur dvaldi hugur þeirra stöS- ugt í óbyggSunum. Þegar svo loks kom aS því, aS þau einn góSan veSurdag sögSu upp vistinni á prestssetrinu, leit- uðust allir viS aS telja þeim hug-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.