Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 16
110 NÝJAE KVÖLDVÖKUR allskonar fettur og brettur. Stundum fleygði bann sér fram á stólröndina, stundum retti iiann snöggt úr sér, ýmist benti hann til himins eða niður á við — eins og hann ætti eitthvað sökótt við gömlu frúrnar, sem sátu í mesta saldeysi neðan við prédikunarstólinn. Auk þess var hann háraddaður og skrækróma. Og þegar hann stóð fyrir altárinu, tónaði og teygði úr sinni litiu persónu, þá fannst mönnum þelta vera hanakjúklingur, sem æfði sig að gala. Ekki leizt þorpsbúum vel á þennan ná- unga. Á leiðinni frá kirkjunni var hans dómur kveðinn upp. Hin iðandi óró þessa manns var ekki við smekk bændanna. Auk þess þótti þeim hann allt of lítill. Þeim fannst þeir, fyrir svo mikið fé, geta að minnsta kosti krafizt persönu, sein tæki eitthvert pláss og hyrfi ekki alveg í kirkjunni. Nú biðu menn með óþreyju eftir þriðju reynsluprédikuninni, því að mönnum lék ekki lítið hugur á að vita, hvernig síö- asta umsækjandanum tækist. Þaö var meðal maður, grófgerður, brjóstabreiöur, með sterklegan háls, dökkrauður í and- liti, ímynd afls og hreysti. »Hreinasta hunang«, hafði djákninn sagt, því að hann varð fyrstur til að sjá hann. Hann var aðstoðarprestur, kominn lankt að, til að sækja um þessa nafntoguðu prests- stöðu í Ehrenwolmsþorpi. Hann hafði háa, skíra rödd, sem heyrðist greimlega um alla kirkjuna. Tilkynningar um fæð- ingar og dauðsföll, skírnir, trúlofanir og giftingar las hann með þeim hátíðleik, sem slíkri athöfn hæfði. Hann vann bka hugi allra. Því að tilkynningarnar voru mörgum hið mikilvægasta af guðsþjón- ustunni. Þrír voru kostirnir við ræðu hans: hún var ekki of stutt og heldur ekki of löng, og í henni var allt, sem geta verður um í góðri ræðu: dálítið um veðr- ið og búskapinn, lítið eitt um himnaríki og helvíti, nokkrar ritningargreinar og vers. Þar var það, sem hver þurfti vegna sálarástandssínsog hugarfars: áminning, huggun, hvatning. Og fyrir altarinu söng hann blessunina með sterkri, þjálfaðri rödd, svo að söfnuðurinn viknaði. »Þetta er prestur fyrir okkur«, gátu menn allstaðar heyrt að lokinni guös- þjónustu. Jafnvel frægð fyrsta umsækj- andans hafði bliknað við þessa ræðu. ósk safnaðarins var almennt sú, að kjósa hinn þriðja — sem Hegewald hét — til prests. En loksins þegar átti að kjósa, gátu kirkjufeðurnir ekki komið sér saman. Meiri æsingafundur hafði aldrei verið haldinn af sóknarnefndinni í Ehrens- wolmsþorpi. Það munaði ekki miklu, að það yrðu áflog og ryskingar út af prests- kosningunni. Það höfðu nefnilega skap- azt tveir flokkar hér um bil jafn sterkir. Annar var með prestinum, sem fyrstur hafði haldið ræðu. Fyrir þeim flokki var hinn auðugi og áhrifamikli bóndi Tiedler. Kunnugir fullyrtu, að ákafi hans rneð þessum umsækjanda væri ekki upp úr neinum öðrurn en konu hans, sem hefði orðið snortin af lýsingum þessa fölleita iðrunarprédikara á kýölum helvítis. En hvernig sem þessu var farið, þá hélt Friedler með þrjózku og þráa frarn þess- um umsækjandanum. Það væri sagt, að mikið fylgi hjá söfnuðinum, var þetta hættulegt fyrir Hegewald. Friedler gat komið með allskonar ástæður gegn hin- um umsækjandanum. Það æri sagt, að Hegewald væri svallari og sælkeri. Þessi ákæra var rökstudd með því, að menn hefðu séð Hegewald inn í kránni hjá kirkjunni eftir reynsluprédikunina, og eftir að hann hafði skírt nokkur börn og' spurt nokkrar stúlkur út úr kverinu. Menn þóttust þá hafa séð hann drekka þó nokkur glös af bjór. En deila reis út af því, hversu mörg'

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.