Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Side 25
FNJÓSKDÆLA SAGA 119 sem líka var sæmilegur reiðhestur. Bessí gladdist yfir gjöfinni, skildu þeir bræður vel sáttir, og var góð frændsemi með þeirn upp frá því. Bessa búnaðist vel í Skógum og var allvel fjáreigandi; átti hann fallega sauði og lét þá verða gamla. Fastheldinn var hann á fornar venjur, vildi hafa flest eftir sið feðra sinna og var lítið gefinn fyrir nýjungar; þó kom það fyrir, að hann breytti til, ef hann sá fram á, að það væri til mikilla bóta. — Bessi var með allra hæstu mönnum og þrekinn eft- ir því, handleggir óvanalega gildir og allur vöxturinn að því skapi. Hann var stórskorinn í andliti og talinn ófríður, en svipurinn var góðlegur og hreinn og ,yfirbragöið drengilegt. Hverjum þeim, sem virti hann fyrir sér gaumgæfilega, hlaut að detta í hug, að hann líktist hin- um fornu köppum, sem svo víða er snilld- arlega lýst í ritum sögualdarinnar. Þegar Bessi fluttist að Skógum, var jörðin mjög úr sér gengin frá því er áo- ur hafði verið. Á átjándu öld hafði verið skógur mikill í landi jarðarinnar og á- gætur útigangur fyrir sauðfé á vetrum; hafði það oft gengið sjálfala þar í heið- inni innan um skóginn. Einnig liöfðu verið þar fallegar graslágar, sem slegnar höfðu verið. Ekki vita menn með vissu, hvenær skógur þessi hefur eyðzt að fulíu, en að líkindum hefur það verið seint á átjándu öld; á það bendir munnmæla- saga sú, sem hér fer á eftir. Ámi bóndi í Sigluvík, faðir séra Sigurðar á Hálsi, iifði fram yfir aldamótin 1800. Einu sinni var hann á ferð um Fnjóskadal og kom að Skógum. Þegar hann reið suður úr túninu, tók við fallegur og þéttur skógur báðumegin við götuna; heyrði 'hann, að maður var að höggva skóg mjög skammt frá honum, en ekki sá hann manninn* svo þéttur var skógurinn. Á þessum stöðvum eru nú uppblásnir grjót- melar á stóru svæði. Lögferja var á Fnjóská hjá Skógum fram að þeim tíma, er brúin var sett eftir síðustu aldamót. Var Bessi ferju- maður í fjöldamörg ár og rækti það starf með einstakri samvizkusemi og öt- ulleik; voru menn alveg óhræddir, þótt áin væri í hroða-vexti, þegar Bessi sat við árina; svo treystu menn honum veí. Hann var mjög greiðvikinn við ferða- menn, hýsti fjölda manns og veitti þeim góðan beina alveg endurgjaldslaust. Bessi var talinn að vera eins sterkur og Eiríkur faðir hans hafði verið; eru ýmsar sagnir um afl hans. Eitt sinn var hann í göngum á Austur-Bleiksmýrardal og fjórir menn aðrir; voru þeir við tjald. Töluðu þeir um það í gamni, að víst gætu þeir haldið Bessa niðri, ef hann legðist flatur á jörðina og þeir allir of- an á hann. Bessi var til með að reyna það. Síðan röðuðu þeir sér sem vendi- legast ofan á hann, en hann lá grafkyrr á meðan. Að því búnu tók Bessi snöggt viðbragð, hrökkti þeim öllum ofan af sér og var í einni svipan staðinn á fætur. Þess skal getið, að menn þessir voru meðalmenn að burðum og sumir þó í gildara lagi. — önnur sögn er um það, að þeir hittust, Bessi og séra Þorsteinn Pálsson, sem þá bjó á Vöglum; var prest- ur talinn einhver allra snjallasti glímu- maður í Suður-Þingeyjarsýslu, enda var hann uppalinn í Mývatnssveit, þar sem beztir voru glímumenn á Norðurlandi í þá daga. Prestur bauð Birni í glímu og var hann til með það; tókust þeir á fangbrögðum, og þótti sú viðureign all- skringileg. Stóð Bessi fastur fyrir eins og klettur og sveiflaði presti í kringum sig, en gat með engu móti komið honum af fótunum vegna liðleika hans. Svo fór að lokum, að prestur kom bragði á Bessa, svo að hann lá marflatur, en í sömu syip-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.