Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Qupperneq 28
122 NÝJAR KVÖLDVÖKUR nokkurnveginn handa skepnum sínum, en fáir gátu hjálpað; þó voru sumir þeirra að láta í burtu hey í þeirri von, að bráð- um mundi batna, en það varð þeim sjálf- um að tjóni. Guðmundur í Hjaltadal var heybirgastur af bændum syðst í dalnum; hjálpaði hann mikið og tók fé af öðrum heim til sín. Þá varð þröngt í húsum, svo að spila varð undir tóttir með trjám og féð látið þar inn, þegar því hafði verið gefið á garða í fjárhúsunum. Var mikið starf og erfiði við allt þetta, og auk þess þurfti að ganga á tvenn beitarhús; voru önnur á Bjarnaseli, en hin austur á Tungufelli. Þá var um tíma nokkuð á fjórða hundrað fjár í Hjaltadal. Guð- mundur tók um tíma 50 sauði af föður sínum Davíð á Reykjum, gemlinga frá Þórðarstöðum og Belgsá og nokkrar kindur af öðrum. Sumu af þessu fé var skilað rétt fyrir batann, því að þá var allt hey á þrotum, en þó fór allt sæmi- lega með fjárhöld í Hjaltadal. (Frámh.). Djásn og dýrindisklæði. Eftir May Edginton. Veður var dimmt og drungalegt. Kon- an með hrafnsvarta hárið, sem í fljótu bragði minnti á litarháttinn á vínþrúg- um, gaf nánar gætur að hverjum manni, sem fram hjá gekk. Allan seinni hluta dagsins hafði hún ráfað upp og ofan eft- ir Haymarket,*) haldið áfram eftir Pic- cadilly*) eða snúið inn á Pall Mall,*) þar sem gildaskálar auðmannanna standa. Hún var töturlega til fara. Ef til vill höfðu þó fötin, sem hún var í, einhvern- tíma verið fín, en nú héngu þau í ræflum utan' á henni. Þykka svarta hárið sitt huldi hún til hálfs með snjáðum og upp- lituðum hatti. En augun hennar höfðu ekki misst lit og ljóma að sama skapi. Þau brunnu ötul og skær undan augna- hárunum er hún leit í kringum sig, þó *) Götur í London nálægt TrafaJgar Sguare. Þýð. að andlitið væri annars dapurt og þreytulegt og varirnar nær því að vera bláar en rauðar. Vöxturinn var óvenju fagur og liðlegur, og mundu allir, sem mættu henni, hafa veitt því athygli, ef fötin hennar hefðu ekki verið orðin svo fátækleg og hún hefði ekki verið oröin svo dauðþreytt, að hún næstum því dró á eftir sér fæturna. Hún betlaði. Hún betlaði með ströngustu varúð og reyndi að láta sem allra minnst á því bera og gaf alltaf um leið nánar gætur að lögreglunni. Því að hún betlaði á þann hátt, sem ekki var leyfilegt. Hún lézt hvorki vera að selja eldspýtur eða blóm. Hún betlaði hreint og beint. Einkum sneri hún sér að auðmönnum, sem slæptust úti fyrir gildaskálunum. Það var svalt og hráslagalegt í veðri, en mennirnir, sem þarna voru á ferli virt- ust vera vel á sig komnir. Þeim sýndist

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.