Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Qupperneq 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Qupperneq 31
DJÁSN OG DÝRINDIS KLÆÐI 125 xenndi upp að stéttinni fyrir framan stóreflis verzlunarhús og staðnæmdist. Hann sá fyrir sér uppljómaða glugga á tízkubúð, er seldi allskonar kvenfatnað. Þegar hann leit út um gluggann, sá hann annan vagn, sem staðnæmzt hafði rétt fyrir framan þá. út úr honum steig lið- lega vaxin kona, töturlega búin. Hún hraðaði sér inn í búðina. Leiguvagninn hennar ók hægt á burt og nam staðar þar skammt frá. Hann hafði flaggið enn þá niðri og af því mátn ráða, að hann væri enn í þjónustu henn- ar. ökumaðurinn sté nú út úr og horfði óaflátanlega á búðardyrnar. »Hver veit nema hún svíki hann nú«, sagði ókunni maðurinn í hinum vagnin- um við sjálfan sig. »Og ef hann vissi það sem ég veit, mundi hann tæplega bíða svona rólegur«. En við ökumanninn sinn mælti hann hátt: Þér sáuð hvert hann fór? Bíðið eins nálægt honum og yður er unnt. Ég ætla að bíða hérna við dyrnar«. í fulla hálfa klukkustund eða meir stóð hann við uppljómaða gluggana og beið. Honum lá heldur svo sem ekkert á, því að enn voru nokkrar stundir til kvöldverðar, og hvað gat hann þá gert annað betra með þær, en að leika sér að því á meðan, að sitja um herfang sitt? Hann var því vanur að vera harður í horn að taka og brast aldrei þolinmæði þegar á þurfti að halda. Og hann var ó- þreytandi, ef hann vildi hafa hendur í hári einhvers, hvort sem það var karl eða kona, sem hafði gert á hluta hans. Loksins kom út úr öllum kvennaskar- ■anum kona, sem öllum mundi hafa orðið starsýnt á. Hún var prúðbúin, klædd í að- skorna dragt úr svörtu silki-atlaski, ioð- brydda. Skórnir voru einnig úr svörtu silki með glitrandi spennum og sokkarnir í ljósum lit eins og hörundið. Hið eina sem hægt var að þekkja hana á var gamli hatturinn, sem ennþá huldi hrafn- svarta lokkana. Það var hún! Léttur roði lék nú á vöngum hennar og augun ljómuðu skær og fögur eins og strætisljósin í þokunni. »Guð minn góður«, hálfhrópaði mað- urinn, er stóð á verði, upp yfir sig af undrun. En síðan glotti hann harðneskju- lega og hugsaði sig um. Ætti hann að leggja strax hendur á hana og ógna henni með lögreglunni eða bíða frekari sannana? Hann gerði hvorugt, heldur fylgdi henni spaklátlega eftir framhjá röðum af leiguvögnum, þangað sem vagnarnir tveir biðu. Hún fór fyrst upp í sinn vagn og gaf fyrirskipanir, án þess að veita honurn minnstu eftirtekt. »Ég þori að ábyrgjast, að nú gerist eitthvað sögulegt, áður en þessum degi lýkur«, sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann benti ökumanni sínum aö elta hana. »En hvað ætli að taki nú við«» hugsaði hann. Hann leit á armbandsúrið sitt. Klukk- an var fimm. Vagninn hennar keyrði niður Conduit stræti, inn á Bond-stræti og stansaði þar fyrir framan skartgripabúð. Þar fór hún inn. Að vörmu spori kom hún út aftur. Og eltingaleikurinn hélt áfram unz þau komu að snyrtistofu lengra í stræt- inu. Þar fór hún út og nú borgaði hún ökumanninum áður en hún gekk inn. Eftir að hún var horfin sat hann hugsi stundarkorn. Því næst borgaði hann einnig sínum ökumanni og lét hann fara. Hann hafði öldungis ekki minnstu hug- mynd um erindi kvenna á snyrtistofur, svo að hann gat ekki gert hina minnstu áætlun um hversu langan tíma þetta mundi taka. Þó gizkaði hann á að það

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.