Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 41
DJÁSN OG DÝRINDISKLÆÐI 135 að kínverski guðinn standi enn á stalíi sínum við stigauppgönguna... Það verð- ur skrítið, að fá að sjá allt þetta aftúr... alla þessa hluti, sem ég var vön að líta á sem mína eign, eins og konur eru van- ar að gera... Það er margt í þvi að ve'ra gift kona... Ég hefi verið hvorutveggja svo að ég veit... Hið eina sem ég kæri mig ekki um að sjá aftur hið sama, er þjónustufólkið... Ég vil sjá eintórn ný .andlit; allt ókunn andlit... ókunnug eins og ég verð fyrir Meggie. ó, hvað á ég að segja til að byrja með? Hvernig á ég að útskýra þetta fyrir henni? Hvað ætii að hún segi?... Hann hlýtur að hafa undirbúið hana eitthvað ofurlítið. Hann má til. Hann gæti ekki stefnt okkur . svona saman og látið okkur einar um að kynna okkur hvora fyrir annari... Hvernig ætli hún hafi annars hugsað um mig öll þessi ár? Stúlkur eru víst góð- hjartaðri og frjálslyndari nú á dögum... gæti skeð að hún jafnvel afsakaði mig í hjarta sínu og fyrirgæfi mér... guð í himninum gefi að hún verði svo misk- unnsöm... Curzon stræti... Nú er ekki nema mínúta þangað til. Ég verð að vern sterk«. Ástralímumaðurinn sat keikréttur og hlustaði á hana með hálfopnum munni. Þegar þau fóru framhjá ljóskerunum, féllu geislarnir af þeim framan í hann og'þá hefði mátt sjá harðlegt, óþýtt and- lit með þrákelknislegum dráttum kring- um munninn, en þó hreinum og drengi- legum svip, ef hún hefði nokkru sinni tekið eftir honum eða litið á hann. Allt í einu sneri hún sér að honum. »Ég má til.að vera sterk«, kveinaði hún ■eins og gripin af skyndilegri angist. Það var eins og hún leitaði trausts og halds hjá honum. Hún huldi hönd sína í hans ósjálfrátt og lét hana hvíla þar augnablik, svo smávaxna, heita og veik- byggða! En hann steinþagði og gegndi engu og var að því er virtist jafn tilfinningarlaus og ósveigjanlegur norðangarður. Hún náði sér aftur og mælti nú hress- ari í bragði, næstum því eins og í fögn- uði: »Ég ef sterk!« Jafnvel í dimmunni sá hann ljómann í augum hennar. Þau voru komin á ákvörðunarstaðinn. Ástralíumaðurinn spratt ofan úr vagn- inum, hjálpaði henni ofan og borgaðí ökumanninum. Meðan þau gengu upp þrepin var hún ennþá að tala við sjálfa sig, förunaut sinn og út í bláinn: »Ég hélt að hann mundi aldrei fyrir- gefa mér. Hann er maður hefnigjarn, mjög hefnigjarn. En þetta er svo faliega gert af honum, svo yndislega. Þegar menn eldast verða menn betri, heldur þú það ekki? Hann er nú víst ekki hefni- gjarn framar. Nú ætlar hann loksins að lofa mér að sjá Meggie, á þessum afmæl- isdegi; þessum dásamlega afmælisdegi!... Ástralíumaðurinn knúði rösklega dyra- bjölluna og dyrnar opnuðust þegar og skein ljósbirtan út um þær. Unglingsieg- ur dyravörður stóð frammi fyrir þeim, og sýndi þess engin merki að hann bæri kennsl á hana. Hún hikaði augnablik áð- ur en hún sagði nafn sitt, en mælti síð- an skýrt og ákveðið: »Lady Malvern og...« »Mr. Frampton«, mælti Ástralíumað- urinn. Hann mundi þegar eftir því, að hún hafði auðvitað ekki hugmynd um hvað hann héti. »Hans hágöfgi lávarðurinn býst við yður«, mælti dyravörðurinn og vísaöi þeim inn. Hann var mjög fölur maður og varð fátt ráðið af andlitsdráttum hans, en samt fannst Ástralíumanninum eins og eitthvað lægi í loftinu — einhver ægi-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.