Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Page 47
FÖRUMAÐUR 141 sér vegabréf, en þó tókst það. Þó ekki væri það máske í alla staði óvéfengjairí- legt, þá fleytti það honum inn í Canada og nú var hann kominn lengst vestur í land, og för hans senn á enda. Hann trúði því fastlega að ættmenn hans, er flutzt höfðu vestur, meðan hann var í setuliði Rússa, hefðu tekið sér bólstað á þieim slóðum, er hann var nú staddur á. Morguninn eftir lagði gesturinn af stað, eftir tilvísan minni. Hann kvaddi brosandi, svo hóf hann göngu sína í suð- vestur. Hann staðnæmdist þar, sem gat- an hvarf inn í skóginn, tók ofan hattinn sinn og veifaði honum til mín. Hann kall- aði eitthvað, sem ég ekki skildi, en ég fcmn að hann brosti. T a t a r a r. Eftir Jónas Rafnar. Þegar leið að lokum miðalda, fór að bera á nýrri þjóð hér í Norðuráifunni. Enginn vissi, hvaðan hún var komin eða hvar hún ætlaði að taka sér bólfestu, enginn skildi tungumál hennar og menn rak í rogastanz, þegar þeir komust 1 nánari kynni við þetta aðkomufólk; svo margt einkennilegt var í fari þess, ytra útliti og háttalagi. Þjóð þessi, sem við köllum Tatara, er nú dreifð út um alla Evrópu, vestui’hluta Asíu og norðurhluta Afríku; enn fremur eru smáhópar þeirra í Ameríku og Ástralíu. Svo er talið, að í Evrópu muni búa allt að því ein miljón ' Tatara; býr meiri hluti þeirra i Balkan- löndunum, tiltölulega lang-flestir í Rú- meníu, þar sem þeir eru um 300 þúsund. Aftur á móti eru þeir mjög fáir á Norð- urlöndum nú orðið, og til íslands hefur aðeins einu sinni flækzt lítill hópur þeirra og hafði hér litla dvöl. Tatarar hafa hlotið sitt nafnið í hverju landi. Á dönsku heita þeir Tatere, á þýzku Zigeuner, á ensku Gypsies, á frönsku Egyptiens, á grísku Gyftoi o. s. frv. Stafar nafnaglundroði þessi af því, að enginn vissi, hvaðan þeir voru komn- ir, og sjálfir sögðu þeir sitt í hvert skifti um nafn sitt og uppruna; oftast kváðust þeir vera frá Egyptalandi, en stundum kölluðu þeir sjálfa sig Secani. —- Eftir langar og nákvæmar rannsóknir hefur það sannazt, að Tatarar eru komnir frá Indlandi, enda bendir mál þeirra á náinn skyldleika við ýmsar indverskar mál- lýzkur. Margt bendir til þess, að þeir séu ættaðir frá Hindukusch, nyrzt á Ind- landi, en ekkert verður um það sagt, hvers vegna eða hvenær þeir hafa tekið sig upp þaðan. Þó má rekja feril þeirra yfir Persíu og Litlu-Asíu, því að á þeim flækingi hafa ýmis persnesk og armensk orð slæðzt inn í tungu þeirra. Fyrst er Tatara getið hér í Evrópu á tólftu öld. Er þar sagt, að þeir séu af stofni Ismaels, eigi ekkert heimili, en flækist um og bæti katla. Árið 1322 get- ur írskur munkur þeirra í ferðasögu sinni. Kveðst hann hafa hitt þá á Krítey, séu þeir af Kams ætt, haldi aldrei kyrru fyrir á sama stað lengur en mánaðar tíma og búi í tjöldum. Um þetta leyLi voru þeir áreiðanlega á víð og dreif um allan Balkanskaga og þó sérstaklega í grískum hafnarbæjum og Rúmeníu. Fara fremur litlar sögur af þeim á 13. og 14. öld, en í byrjun 15. aldar greip ferða- fýsnin þá fyrir alvöru, svo að þeir dreifðust á tiltölulega skömmum tíma um alla álfuna. Árið 1417 tók fjöldi þeii’ra sig upp úr Dónár-löndunum neðri og fór í hópum inn yfir Ungverjaland og Austurríki. Voru allt að því 300 manns í hverjum hóp og fyrir þeim foringi, sem kallaður var hertogi, greifi eða jafnvel konungur. Vöktu Tatarar alstaðar hina

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.