Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Side 48
142 NÝJAR KVÖLDVÖKUR mestu furðu og forvitni manna, þv'í að á hvorutveggja bar jafnt, skrauti og glingri, óþrifnaði og leppalúða-skap. Var foringinn jafnan í fararbroddi með nokkrum riddurum, sem voru fagurlega búnir marglitum klæðum, en á eftir komu gangandi karlar, konur og börn með gyllta eyrnahringa og gljáandi perlufest- ar, en annars sóðaleg og klædd lörfum. Voru Tatarar mjög fljótir að læra graut í hverju tungumáli og kváðust vera píla- grímar frá Egyptalandi; stæði svo á ferðum þeirra, að þeir væru dæmdir Lil að flakka heimilislausir í sjö ár vegna þess að forfeður þeirra hefðu synjað Jesúbarninu um húsaskjól á flóttanum frá Betlehem til Egyptalands. Þessi saga var ágætlega tilbúin og átti mjög vei við tíðarandann; trúðu menn þessu eins og nýju neti og töldu það skyldu sína að greiða götu pílagrímanna eftir beztu getu. Sigmundur keisari bauð þeim vist í Ungverjalandi og tóku sumir því boði, en aðrir fengu meðmælingarbréf og héldu lengra vestur á bóginn. Alstaðar sögðu þeir sömu söguna fyrstu árin, en þegar þeir urðu þess varir, að hún fór að hafa minni áhrif, breyttu þeir henni eftir ástæðum. Árið 1422 kom »Andrés hertogi frá Egyptalandi« til Bologna á ftalíu með mikinn hóp Tatara. Sögðust þeir vera á sjö ára ferðalagi að boði keisarans, því að sér hefði orðið það á að afneita kristinni trú á tímabili og yrðu því að leita sátta við páfann; — en af náð sinni hefði keisarinn leyft þeim að stela, þegar nauður ræki til! — Árið 1429 komu þeir til Parísar og kváðust hafa fengið þá skipun frá páfanum að flækjast um og flakka í sjö ár, til þess að afplána gamlar syndir. Yfirleitt var það föst regla Tatara, að viðurkenna ríkistrú þess lands, þar sem þeir voru staddir í það skiftið, og svo hefur það jafnan verið síðan; séu þeir staddir í löndum mótmælenda, eru þeir mótmælendatrúar, en í kaþólskum löndum eru þeir ram-kaþólskir. Þeir sem bezt þekkja þá, fullyrða, að þeir hafi í rauninni engin ákveðin trúarbrögð, en hagi seglum eftir vindi í þeim efnum sem öðrum. — Fyrst framan af varð Tötur- um svo vel til, að menn sýndu þeirn alla alúð og vinsemd og reyndu að greiða götu þeirra. Kom nú einn hópurinn af öðrum frá Balkanlöndunum vestur eftir álfunni og leið ekki á löngu þar tii er þeir voru komnir svo langt, sem komizt varð. Á árunum 1418—20 fóru þeir um allt Þýzkaland, 1430 komu þeir til Eng- lands og 1447 voru þeir komnir alla leið suður í Barcelona á Spáni. Velvild manna, sem Tatarar áttu að fagna í fyrstu, varð ekki til frambúðar, því að menn fengu bráðlega nóg af þeirn. Reyndu því allir að koma þeim af sér með góðu eða illu og varð það til þess eins, að flakk þeirra ágerðist því meir sem lengur leið. En alla 15. öld var þó ekki amast við þeim verulega af yfir- völdunum. Smátt og smátt urðu þeir þó hin mesta landplága, ekki sizt vegna þess, að í för með þeim slóst ýmiskonar innlendur óþjóðalýður, sem engan taum hafði á sér og lék lausum hala í skjóli þeirra. Um aldamótin 1500 fóru flestar Evrópuþjóðir að ofsækja þá á alla lund, gera þá landræka o. s. frv., en því fleiri boð og bönn, sem út voru gefin gagn- vart Töturum, því meiri seiglu og lífs- þrótt sýndi þessi einkennilega þjóð af sér. Þeir voru gerðir útlægir á Spáni 1499 og í Þýzkalandi árið eftir. Oft voru þeir eltir eins og villidýr út á auðnir og öræfi. Kirkjan dæmdi þá villutrúarmenn og bannfærði hvern þann, sem átti mök við þá. Þeim var gefið að sök, að þeir stælu ungum börnum og eitruðu brunna. Árið 1523 gaf Karl keisari 5. leyfi til þess, að á Spáni mætti veiða Tatara og

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.