Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Side 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Side 49
TATARAR 143 hafa þá í þrældómi æfilangt. —- Árið 1531 voru Tatarar gerðir landrækir í Englandi, voru teknir og fluttir nauð- ugir hópum saman yfir á Frakkland eða til Noregs, en árangurinn varð ekki meiri en það, að þrjátíu árum síðar varð að taka til sömu ráða að nýju. Ofsókn- irnar voru á eina leið í öllum löndum, en urðu hvergi að tilætluðum notum; Tat- ararnir hurfu urn stundarsakir, en áður en nokkurri varði, voru þeir komnir aft- ur, og þannig endurtók sama sagan sig mannsaldur eftir mannsaldur. Að lokum urðu stjórnirnar þreyttar og uppgefnar . á þessum eltingaleik og ofsóknirnar rén- uðu, svo að nú á tímum hafa Tatarar öll mannréttindi, að svo miklu leyti sem þeir geta fært sér þau í nyt. Tatarar eru yfirleitt fremur smávaxn- ir og grannir, háraliturinn svartur, and- litsdrættirnir reglulegir og svipurinn oft fríður. Það orð hvílir á þeim, að þeir séu • óáreiðanlegir, skreytnir, hefnigjarnir, heigulslegir, óskammfeilnir , og óheflaðir. Ákveðin trúarbrögð hafa þeir ekki, en telja sig fylgja þeirri trú, sem þeim kem- ur bezt þá stundina. Siðferði þeirra þyk- ir mjög ábótavant, enda eru kröfur þeirra í því efni allt aðrar en Norður- álfumenn hafa vanizt. Þeir hafa sem minnst mök við menn af öðrum kyn- stofni og vilja helzt ekki giftast öðru vísi en innbyrðis. Þetta tvennt síöast- talda mun þó stafa mest af því, að aðrar þjóðir hafa haft skönmi á þeim og jafn- an litið niður á þá. — Sjaldan taka þeir sér fastan og varanlegan bústað og aldrei hefur tekizt að mennta þá svo að nokkru nemi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jósep 2. Austurríkiskeisari reyndi mikið til að kenna þeim og koma á þá menn- ingarbrag og sömuleiðis hefur oft verið reynt að láta þá ganga í skóla; en jafn- an hefur orðið að gefast upp við alíar slíkar tilraunir; eðlið hefur reynzt upp- eldinu máttugra og Tatararnir liafa haldið áfrarn að flakka eftir sem áður. Samt flakka þeir sjaldan nú orðið land úr landi, heldur halda sér innan tak- marka þess lands, þar sem þeir eru fædd- ir. Ungverskir Tatarar eru þó undan- teknir þessari reglu, því að enn í dag eiga þeir það til að taka sig upp í hóp- um og fara til annara landa, en svo koma þeir oftast aftur á fornar stöðvar eftir eitt eða tvö ár. Allt frá fyrstu hafa Tatarar þótt lipr- ir smiðir og hafa gert mikið að því að bæta katla; voru þeir því sumstaðar kall- aðir »katldbætarar«. í Galízíu gefa þeir sig aðallega við kopar- og látúns-smiði. Sumir eru hestamangarar; aðrir temja dýr, kenna þeim ýmsar listir og ferðast um nleð þau til að græða á þeim pen- inga. Sumstaðar gefa Tatarar sig þó viö almennri vinnu, sérstaklega í Rúmeníu. En hvar sem þeir eru, hættir þeim við að betla, og hnupla þá líka, þegar færi gefst; einkum eru það konurnar og börn- in, sem það gera; en auk þess dansa kon- urnar fyrir peninga og spá í spil og lesa í lófa. — í Suðaustur-Evrópu leggja Tat- arar mjög mikla stund á tónlist; hafa þeir afburðagóða hæfileika í þessa átt og hafa þeir um langan aldur verið frægir hljóðfæraleikarar. f Ungverjalandi og Rúmeníu úir og grúir af þeim og svo má heita, að flestum hljómsveitum í stærri bæjunum þar sé stjórnað af Töturum. Hafa ýmsir Tatarar skarað svo fram úr í tónlist, að þeir hafa getað brotið af sér fjötra þá, er fyrirlitning og óbeit al- mennings hefur lagt á þá, hlotið rnann- virðingar og auðæfi og jafnvel tigin kvonföng. — Tatarinn Bihary var svo frægur fiðlusnillingur, að þegar hann dó (1828), var mynd hans og fiðlu stillfr upp á þjóðmenjasafninu í Budapest. (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.