Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 43
NÝJAR KVÖLDVÓKUR. 37 »Rjett er það, hr. Steele,* sagði Rockervelt og brá fyrir brosi á andliti hans. »Rað er meiri vísdómur undir hærunum, en flest'r ung- ir menn vilja kannast við. Munduð þjer verða undrandi, ef jeg skýrði yður frá því, að jeg hefði ákveðið að taka ekkert tillit til ráðlegginga yðar og láta Blair hafa stöðuna áfram?« »M'g undrar það alls ekki, þegar jeg veit álit yðar á honum.« »Ef til vill get jeg gert yður hissa, þegar jeg segi yður, að jeg ætla mjer að taka vin yðar hr. Manson úr stöðu þeirri, sem hann gegnir svo vel.« »Til þess að veita honum aðra betri, vona jeg.« »Já, jeg hefi um nokkurt skeið haft þörf fyrir hann á skrifstofu vorri í New-York, og hefði verið búinn að flytja hann fyrir löngu, ef jeg hefði átt völ á góðum manni í hans stað. Um daginn fjekk jeg umsókn Mansons um burtför úr stöðunni, og án þess að játa eða neita, símaði jeg til hans og spurði hann um, hvern hann benti á sem eftirmann sinn. í gær fjekk jeg svar hans, og þar sem jeg ímynda mjer, áð þjer kynnuð að hafa gaman af að sjá það, vil jeg lofa yður að sjá það.« Rockervelt studdi á rafmagnshnapp og ung- ur maður birtist í dyrunum. »Meldrum, færið mjer síðasta brjefið frá Manson um deildarstjórastöðuna við Midland.« Skrifarinn kom eftir andartak með brjefið og rjetti Rockervelt, en hann rjelti Steele. Brjefið hlóðaði þannig: Kæri hr. Rockervelt! Að mínu viti er John Steele, núverandi forstjóri Burdockfjelagsins, besti maðurinn, er þjer getið fengið fyrir deildarstjóra. Hann hefir áður verið í þjónustu Midlands í ýms- um stöðum og verið hækkaður í tigninni, eingöngu fyrir dugnað sinn. Enda þólt að staða sú, er hann nú gegnir við Burdock, sje að nafninu til hærri en sú, sem losnar við burtför mína, leikur mjer þó grunur á, að hr. Steele vilji fremur minni heiður en meiri laun. Virðingarfylst. Píiilip Manson. Pegar Steele hafði lesið brjefið og leit upp mælti Rockervelt: »Jeg ímynda mjer, að þjer sjeuð sá maður, sem Manson talar um?« »Sá er maðurinn.« »Pað er furðulégt, að þjer hafið gert yður þessa fyrirhöfn með að tengja vagninn minn inn í yðar lest, þar sem jeg þó hafði sagt Manson, að stilla svo til, að jeg gæti náð tali af yður í Portandit.* »Jeg sá aðeius óskir yðar fyrir, hr. Rocker- velt. Pað var hepni, að jeg skyldi slíta sím- talinu eins snögglega og jeg gerði í gær við Manson, því að jeg giska á, að hann hafi ætl- að að segja mjer þetta.« »Hversu há laun hafið þjer hjá Burdock?* »Fimtán dollara á viku.« í stað þess að láta undrun sína í Ijósi yfir því, hversu upphæðin var lág, mælti Rocker- velt aðeins: »Fáið þjer peningana greidda?« »Pað sje jeg sjálfur um, því að jeg er for- stjóri,* svaraði Steele hlægjandi. »Hvað viljið þjer hafa í kaup, ef þjer takið að yður stöðu Mansons?* Steele leit niður fyrir sig og hugsaði sig um. »Væri 50 dollara kaup á viku of hátt?« spurði hann í efaróm. »Pað er nú töluvert stökk,« sagði Rocker- velt rólega, »en jeg ímynda mjer, að við göng- um að því, sje það nóg handa yður.« »Pað er kappnóg handa mjer,« svaraði Steele alvarlega. Hann átti eftir að komast að því, að látleysi og hæverska launa sig vel. Hann hefði eins vel getað sett upp helmingi hærra og jafnvel meira. Jafnvel þótt -Rockervelt væri stórauðugur maður, var hann ekki þannig gerður, að hann fleygði frá sjer fjenu að óþörfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.