Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 60
54
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Manson og yður. Við tökum aðeins þá menn,
sem hafa reksturinn með hönduiu, og sem við
megum þakka, að alt hefir gengið vel. Um-
boðsmenn okkar hafa nú komist í samband við
mann, sem vill selja fyrir hálfa miljón, og jeg
hefi beðið þá að selja ekki þessi hlutabrjef, fyr
en jeg hefi talað við yður.*
»Óbersti,« sagði Steele blóðrjóður af æsingi
yfir gróðalíkum þeim, sem honum var boðið
upp á, »það er framúrskarandi vinsamlegt af
yður, að bjóða þetta, en fje mitt er þegar
bundið með tvö—þrjú hundruð þúsundum
dollara í Midland hlutabrjefum.«
»Já, jeg vissi það, en umboðsmenn vorir
munu sjá fyrir því öllu. Ef þjer í stað þess,
að kaupa brjefin strax, — hvað urðuð þjer að
gefa fyrir þau?«
»Jeg fjekk þau Iítið undir 150.«
»Nú, þarna getið þjer sjeð. Ef þjér í stað
þess að borga hlutabrjefin út að fullu, hefðuð
tekið, látum oss segja, fyrir eina miljón, mund-
uð þjer nú þegar hafa grætt 100,000 dollara
við hækkunina. Umboðsmenn vorir munu
koma þessu í kring fyrir yður og þjer getið
auðveldlega átt þau hlutabrjef, sem þjer þegar
eigið og auk þess hálfu miljónina, sem jeg
hefi geymt yður. Regar þjer hafið fengið arð
yðar greiddan, getið þjer átt þau eða selt
eftir geðþótta, og þégar hinn óumflýjanlegi
afturkippur kemur, þá keypt fyrir lægra verð
mikið hærri upphæð, en þjer nú eigið.«
»Gott, hr. óbersti. Jeg ætla að gera það.
Jeg fel yður algerlega á hendur, að semja við
víxlarana.«
»Jeg þakka fyrir. Jeg vil ekki leyna yður
þess, að hjer er mikið í húfi og þarf víst ekki
að biðja yður að þegja yfir því, sem jeg hefi
sagt yður, því að okkur er Iftið um það gefið,
að verðið hækki fyr en búið er að úthluta arð-
inum. Og eins þarf jeg að biðja yður, sem
jeg held að þjer samþykkið strax, en það er,
að atkvæði þau, sem þjer eignist, notist til
hagsmuna fyrir Rockervelt.*
»Já, áuðvitað,* hrópaði Steele glaður.
Óberstinn tók nokkur eyðublöð úr skrifborði
sínu fylti þau út í snatri og rjetti Steele þau.
Skrifaði hann undir, næstum athugasemdalaust,
og án þess að líta á þau, en óberstinn útskýrði
með mikilli lagamælgi þýðingu hvers skjals
fyrir sig.
»Jæja, þá er alt í lagi,« mælti óberstinn og
safnaði hinum undirskrifuðu blöðum saman.
»Jeg ætla strax að f nna víxlarana og koma
þessu í kring.*
Regar Steele kom í næsta herberg! ákvað
hann, þótt vinnutími væri, að stela nokkrum
mínútum af honum. Hann ætlaði að finna
Sadie og spyrja hana að því, hvort hún vildi,
að hann sneri sjer strax til frænda hennar með
málefni, er eigi snertu kaup og sölu hlutabrjefa.
Hann fann Sadie í stóru herbergi, sem var
einskonar bókaherbergi. Óðar og hún sá hann
mælti hún í skipandi róm, er hann eigi hafði
áður heyrt:
• Hvers vegna voruð þjer svona lengi inni
hjá frænda?«
»Af því að hann gerði boð eftir mjer.«
»Hvers vegna gerði hann boð eftir yður?«
»Til þess að gera ákvarðanir um framtíðina.*
Hin bláu augu gneistuðu af reiði eða æsingi;
Steele vissi ekki hvort heldur var.
»Hvaða ákvarðanir?« spurði hún.
»Pví miður get jeg eigi sagt yður það,
samtal okkar var algert einkamál og frændi
yðar bað mig að segja engum frá því.«
Unga stúlkan næstum barði fætinum í gólfið.
»Pjer vitið vel hvað jeg á við,« sagði hún.
»Gerði hann boð eftir yður af þessu — af
þessu í gærkveldi?«
»Nei, Sadie, það var eigi minst á það. Satt
að segja hjelt jeg í morgun, þegar jeg fjekk
brjef hans, að hann hefði kannske grun um
eitthvað og vildi spyrja mig og jeg skal játa,
að mjer leið illa að verða að finna hann og
tala við hann, án þess að hafa talað áður við
yður. Samræða okkar snerist sem betur fór
eingöngu um járnbrautarmálefni, er stóðu í
sambandi við komu hr. Rockervelts í gær.«
»Pjer sögðuð honum ekkert frá því, sem
skeði í gærkveldi?*