Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 77
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
11
af, jeg gat sjeð það á honum. Æ! náðu
nú þarna í eldspýtur fyrir mig; þarna á
veggnum.«
Jakob gerði það, síðan settist hann á
bekk út í horni og sama óskemtilega þögn-
in hófst aftur á ný. Anna sat fyrir borðend-
anum: stóru dökku augun hennar lýstu
svo mikilli angurværð og blíðu í hvert
skifti, sem hún beindi þeim til Jakobs.
Alt í einu kom Mads hlaupandi inn í
garðinn. Flýtirinn, sem á honum var, hlaut
að boða einhver stórtíðindi. Gunnar stóð
á fætur og beið hans út við gluggann.
»Húsbóndi minn!« hrópaði hann, »hús-
bóndi minn, hafið þjer heyrt það?«
»Nú hvað gengur á?«
»Annar tvíburanna hefir skotið stórt
dýr.«
»Já jeg veit það heimskinginn þinn, er
ekki af öðru, sem þú ert að að gera þenn-
an háfaða?«
»Jú það er eitt enn, dýrið liggur hérna út
á veginum, fyrir framan gamla eplatrjeð,
hjá húsinu hans Jensens og byssan og
púðurhornið liggur ofan á því.«
»Hvað segir þú! — farðu undir eins og
sæktu það, bíddu annars ofurlítið, jeg verð
Iíklega að hjálpa þjer. Jeg vissi ofur vel
að fógetinn fengi dýrið í kvöld, jeg er ekki
vanur að lofa því, sem jeg ekki get ent.«
Hann fór. Jakob sat á sínum stað út í
horni, þögull og hreyfingarlaus, eins og
þetta kæmi honum ekkert við. Anna horfði
viðstöðulaust á hann, en hann virtist ekki
gefa því gaum.
»Nú skil jeg fyrst, hvað Salomon átti við,
þegar við skildum,« hvíslaði hann með
hásri skjálfandi rödd: »Á meðan annar
hlær mun hinn gráta.«
Anna gekk til hans, vafði báðum hand-
leggjunum um hálsinn á honum og
hvíslaði:
»Guð faðir á himnum haldi sinni vernd-
arhendi yfir okkur báðum.«
Að því mæltu gekk hún út í eldhús, til
að búa til kvöldverð handa Gunnari.
»Og þú hefir ekkert sjeð til Salomons ?«
spurði Gunnar, þegar hann og Mads komu
aftur inn í stofuna. »Jeg held að hann hljóti
að hafa verið orðinn þreyttur og hafi látið
annan bera dýrið hingað upp eflir, á með-
an hann hefir farið heim og fengið sjer
matarbita og hvílt sig ofurlítið eftir veiðarn-
ar. — Já nú getur þú farið þegar að þú
vilt, Jakob litli, heilsaðu Salomon frá mjer
og segðu honum að jeg standi við það,
sem jeg hafi sagt, hann má koma þegar að
honum sýnist.«
Jakob stóð á fætur, hann leit til Önnu
um Ieið og hann rjetti Gunnari hendina.
»Góða nótt skógarvörður! sagði hann.
»Góða nótt Anna litla og sofðu rótt!« Að
svo mæltu fór hann út.
Sá, sem kom til skógarvarðarhússins
morguninn eftir, var Jakob.
»Jeg er hræddur um að eitthvað hafi
hlotið að koma fyrir Saiomon,« sagði hann,
»hann hefir ekki komið heim síðan í gær-
morgun og enginn, veit hvað af honum er
orðið. Við hjeldum að hann hefði farið
til móðursystur okkar í Ry, og sendum
boð þangað í gærkvöld, en hann var ekki
þar.
»Og ekki annað,« svaraði Gunnar hlægj-
andi, »hann kemur víst áreiðanlega, þegar
hann orðinn svangur.*
En Gunnari skjöplaðist, Salomon kom
ekki. Fað var alstaðar leitað að honum, í
skóginum, niður við vatnið og hjá öllum
kunningjum hans. Nafn hans var lesið
upp á safnaðarfundi, en ekkert dugði, Sal-
omon kom ekki aftur, hann var með öllu
horfinn.
Pannig Ieið langur tínri. Framkoma Jak-
obs og Önnu hvert við annað, var alveg
óbreytt, hann kom heim til hennar á hverj-
um degi, rödd hennar var sem söngur í
eyrum hans og augnaráð hennar sólargeisli,