Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 19
NÝJAR KVÖLVÖDKUR. 13 sem kostur var á og gekk svo inn í salinn. Voru þar allir veislugestirnir saman komnir. Átti jeg þarna hinn unaðslegasta dag eins og nærri má geta. Sjöundi kafli. Jeg fæ skip til umráða. Jeg var í þungu skapi daginn eftir, er jeg sá, að »Skellinaðran« lá úti fyrir höfninni og beið mín. Jeg sýndi Celeste skipið, er við stóðum við gluggann, og augu okkar mæítust. Við skildum hvort annað, og klukkutíma sam- ræða hefði ekki orðið áhrifameiri. Hershöfð- inginn sýndi best, hve mikið traust hann bar til mín með því að lofa okkur að vera saman einum. »Celeste,« sagði jeg, »jeg hefi lofað föður yðar, að — — — « »Jeg veit alt — hann hefir sagt mjer frá loforði yðar.« »En hvað hann er annars góður! En jeg iofaði honum ekki að jeg skyldi aldrei festa sjálfan mig.« »Nei, en faðir minn hefir látið mig lofa sjer því, að jeg mætti ekki taka móti slíkum loforð- um eða heitum frá þjer. Átti jeg að hindra það? — Og jeg ætla að efna loforð mitt.« »Já, þjer skuluð halda loforð yðar, Celeste. L^tum alt — öll Ioforð vera innifalinn í þessu* — og um leið kysti jeg hana. »Verið ekki harður eða fljótráður í dómum yðar um mig,« sagði Celeste, »en mig langar til þess, að þjer farið hjeðan ánægður. Látið því þetta segja yður alt frá minni hálfu.« Endurgaít hún nú kveðjukoss minn, og kysti mig að skilnaði á kinnina. Töluðum við svo saman í tvo tíma, en af því að samræður elskenda þykja öllum, nema þeim sjálfum, heimskulegar, þá vil jeg ekki þreyta lesandann með því, að birta þær hjer. Hershöfðinginn kom nú og kvað bátinn íil- búinn. Jeg stóð upp, hjartanlega ánægður og hamingjusan ur yfir því, er okkur Celeste hafði farið á milli, og sagði því í ákveðnum róm: »Vertu nú sæl, Celeste. Guð blessi þig!« Gekk jeg svo út með hershöfðingjanum, sem ásamt ýmsum foringjum úr hernum, fylgdu mjer ofan að bátnum. Par kvaddi jeg þá og þakkaði sjerstaklega hershöfdingjanum hjartanlega alla alúð hans við mig fyr og sr'ðar. Hálftíma st'ðar var jeg aftur korninn á sk psfjöl og Iukt- ur örmum O’Brians. Var nú skipinu stýrt frá ströndum eyjarinnar, og mændi jeg í áttina til borgarinnar meðan nokkur rönd sást af strönd- inni. Við stefndum til Barbadoes. Er jeg hafði jafnað mig á þiljum uppi, gekk jeg nið- ur t' farbúð O’Brians og sagði honum gaum- gæfilega frá öllum mt'num æfintýrum. Pegar til Barbadoes kom, urðum við þess fljótt áskynja, að fellibylurinn hafði gert engu minni usla þar en á Martinik. Par lágu mörg herslcip, er mist höfðu eina eða fleiri siglur hvert, og var því mikill skortur á efnivið í þær; og af því að við komum síðastir, urðum við auðvitað að bíða Iengst, var þess enginn kostur, að við fengjum fulla viðgerð fyr en eftir tvo eða þrjá mánuði. Hin hertekna vík- ingaskonnorta, Jeanne d’Ark, lá þarna enn þá, og stakk flotaforinginn upp á því við O’Brian, að hann Ijeti manna hana með nokkrum hluta skipshafnar Skellinöðrunnar, og láta einn af foringjum st'rtum taka við stjórn skípsins. Skyldi það svo sent í herleiðangur. O’Brian samþykti þessa uppástungu með gleði, og þegar hann kom til skips um kvöldið, spurði hann mig, hvort jeg væri ekki fáanlegur til að taka að mjer stjórn skonnortunnar. Var jeg fús til þess, því að mjer sárleiddist altaf á Barbadoes. Jeg valdi mjer tvö foringjaefni til fararinnar, Swinburne og tuttugu háseta, og er nægum vistaforða og öðrum útbúnaði hafði verið kom- ið út í skonnortuna, fjekk jeg mínar fyrirskip- anir viðvíkjandi leiðangrinum og Ijeí í haf. Brátt kom það í Ijós, að siglur þær, er settar höfðu verið í skonnortuna af víkingunum, voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.