Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 72

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 72
66 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. því, Gunnar minn, en jeg held þú hljótir að skapa refina, því að jeg hef aldrei verið á veiðum þar sem verið hefir eins mikið af þeim og einmitt hjer hjá þjer.« »Bölvar kongurinn?« spurði Mads. »Já, þegar hann er meðal skotmanna og annara jafningja sinna.« »Pjer hafið svei mjer hamingjuna með yður, húsbóndi minn! Pjer eruð í ágætri stöðu. Fógetinn býður yður í heimboð, og hans hátign, konungurinn, telur yður meðal vina sinna og jafningja.® Skógarvörðurinn teygði nú úr sjer og kinkaði kolli samþykkjandi. »Pað er hverju orði sannara, sem þú segir Mads. Jeg er hamingjusamur maður, en jeg hef líka orðið að þola sitt af hverju um dagana. í Vestur-Indlandi var jeg einu sinni — hugsaðu þjer — nærri tvo daga matarlaus og í annað skifti var jeg nærri því dauður úr gulu. Sem sagt, jeg hefi orðið að þola allar möguiegar mannlegar þrautir og þjáningar um mína daga. En nú er Tullifas farinn að urra að nýju, hver er það sem kemur? »Pað eru tvíburarnir frá Ry, synir malar- ans,« sagði Mads. 'sHvert skyldu þeir eig- inlega ætla svona uppáfærðir, núna á rúm- helgum degi.« »Ó, alt hefir sínar ástæður,« sagði skóg- arvörðurinn. »Nú getur þú annars farið þína leið, Mads litli; láttu sjá og gerðu vel hreina gömlu byssuna. Fógetinn hefir gert boð eftir dýri, sem átti að senda burtu í kvöld. Pú færð að freista hamingjunnar í dag, jeg kæri mig ekki um að fara á veiðar núna í þessum hita. Maðurinn fór, en þeg- ar hann var kominn að dýrunum, kallaði Gunnar á hann aftur. »Æi, Mads, færðu öl- könnuna ofurlítið nær mjer, þú hefir sett hana svo langt í burtu, að jeg næ ekki í hana. — Svona, þetta er nú gott — hana, farðu nú, taktu til fótanna; þú ert svo ósköp silalegur í dag. Rjett í því að Mads hvarf, komu menn- irnir í Ijósmál. Peir voru eins búnir, eins í vextinum og andlitsfallið alveg það sama; í stuttu máli svo líkir, sem mögulegt er um tvo menn. Petta voru tvíburarnir, sem fyr eru nefndir. Pegar þeir sáu skógarvörðinn í skugga rekkjuvoðarinnar, staðnæmdust þeir við hliðið, eins og þeir væru á báðum átt- um, hvort þeir ættu að fara lengra eða ekki, en þá kallaði Gunnar til þeirra: »Góðan daginn, sælir og blessaðir bræður, komið þið bara nær. Pið hljótið að hafa eitthvað brýnt erindi við mig, fyrst þetta er í þriðja skifti í dag, sem jeg hef sjeð ykkur vera að læðast hjer fram hjá. Komið þið og setjið ykkur hjerna niður. En Salomon. farðu annars fyrst fyrir mig og taktu ofur- lítið af heyi handa hestinum, hann stendur þarna í keng af hungri og þú, Jakob minn, dragðu rekkjuvoðina ofurlítið lengra hingað eftir snúrunni, því að sólin skín beint fram- an í mig. En þarna kemur nú dóttir mín, heilsið þið henni fyrst, svo getum við á eftir talað um erindið.« Á meðan hann ljet dæluna ganga, kom Anna brosandi út í dyrnar og um svipfríða andlit hennar hafði lagst ofurlílill roði. Hún gekk á móti gestunum og rjetti þeim vin- gjarnlega sína höndina hvorurn. »Góðan daginn Salomon! Góðan daginn Jakob, og verið þið velkomnir. Pað er orðið langt síðan þið hafið sjest hjer.« »Við urðum að hjálpa til að þurka heyið heima,« sagði Salomon. »En við hugsuðum líka um þig á meðan,« skaut Jakob inn í. Gunnar virti þessar kveðjur fyrir sjer með kankvísu brosi. Hann sagði svo við Önnu: »Það er best þú farir aflur inn til þinna verka, Anna litla, við ætluðum að tala hjerna um ofurlítið í næði.« Jakob hjelt enn í hendi Önnu, liann slepti henni ekki, en leit yfir til bróður síns, eins og til að leita fulltingis hjá honum. »Jeg held að Anna geti gjarnan verið hjer,«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.