Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 14
s NYJAR KVÖLDVÓKUR. »Komið þá, drengir,* sagði jeg, og þó að háselarnir væru þreyttir og dasaðir eftir sjóvolkið og baráttuna, þustu þeir þó af slað til að gegna fyrirskipan minni. Jeg gat ekkert hjálp- að þeim sjálfur, því að svo mikil eýmsli hafði jeg í síðunni, að það var hart á því, að jeg væri rólfær, þó stóð jeg yfir þeim og skipaði fyrir um vinnuna. Að hálftíma liðnum höfðum við rutt f.á svo miklu, að við náðum í unga blámanna- stúlku, sem við höfðum.heyrt hljóðin f. Við bárum hana út úr rústunum og lögðum hana niður á götuna. Rar leið yfir hana. Vinstri hönd hennar var öll sundurmarin. Rjett í þessu kom til okkar ríðandi foringi og spurði, hvaða manna við værum. Við sögðum sem var, og að við hefðum boðið hjálp okkar við björg- unina. »Rið eruð góðir menn og röskir, .Eng- lendingar,« sagði hann og reið burtu. Rjett á eftir fundum við gamlan, gráhærðan blámann, en hann var svo hryllilega slasaður, að honum var engin lífsvon. Við lögðum hann hjá stúlkunni. Komu þi margir foringjar ríðandi niður eftir götunni og í fararbroddi reið maður í hershöfðingjabúningi. Rekti jeg þar óðara minn gamla vin og velgerðamann, fyrverandi virkisstjóra O’Brian hersir. Reir námu staðar, og jeg skýrði frá, hverj'r við vorum. Tók þá hershöfðinginn. ofan og þakkaði okkur. Hann þekli- mig ekki og ætlaði að ríða burtu, en- jeg talaði til hans á ensku. »Rjer eruð búinn að gleyma mjer, herra O’Brian, hershöfðingi, en jeg mun aldrei gleyma því, er þjer hafið fyrir mig gert.« • »Guð hjálpi mjer!« hrópaði hann, »eruð það þjer, kæri vinur?« Ltökk hann því næst Ijettilega af baki og tók innilega í hönd mjer. »Rað er engin furða, þótt jeg þeVki yður nú ekki aftur. Rjer eruð nú ekkert líkur honum Pjetri litla, sem var að dansa á stigstöngunum- forðum í telpufötum. En við erum bæði, Celeste mín og jeg, í þakkarskuld við yður, fyrir kurteislega og riddaralega framkomu yðar við hana. Jeg vil ekki hindra yður nú í þessu kærleiksvérki sem þjer eruð að vinna, en þegar þjer hafið gert það gagn, sem yður finst þjer getið, þá megið þjer ekki láta það bregð- ast að koma heim til mín. Pað verður alt af einhver til að vísa yður leið, og þó jeg verði ekki heima, þá tekur Celeste á móti yður, .því að eins og þjer sjálfsagt getið nærri, get jeg ekki hætt við þetta sorglega starf í miðju kafi. Guð veri með yður!« Reið hann svo Ieiðar sinnar með flokk sinn. »Látið nú huggast drengír,* sagði jeg. »Pið megið eiga þess vísa von, að það verður ekki farið ver með ykkur en þörf gérist. Við skulum réyna að gera það gagn,. sem við getum. Frakkar gleyma því sjálfsagt ekki.« Er við höfðum rannsakað og rutt rústirnar, er við byrjuðum á, buðum við þjónustu okkar annarstaðar og var það þegið með Jaökkum. Unnum við 11 hádegis, en þá var búið að bjarga að mestu því, er bjargað varð af fólki því, er undir hafði orðið rústunum, var okkar því ekki lengur þörf. Varð jeg því feginn, því að yerkurinn í síðunni var orðinn lítt þolandi og hinn brennandi sólarhiti olli mjer svima og ógleði. Jeg fjekk gamlan frakkneskan hermann til að ’vísa mjer leið að bústað herforingjans, og sá jeg, er þangað kom, að hestasveinninn var að fara á burt með hest hans, Vissi jeg þá að hann mundi vera kominn heim. Jeg bað mann þann, er á verði var við dyrnar, að til- k’ynna hershöfðingjanum komu mína. Kom hann aftur að'vörmu spori og bað mig fylgja sjer. Var hershöfðinginn þar fyrir og ýmsir foringjar með honum. Hann kynti mig mönn- um sínum og Ijet þá vita, að þar væri sami foringinn, er svo vel hefði farist við frakknesku konurnar, sem farþegar voru á hinu hertekna sk'pi. »Pá er jeg í þakkarskuld við yður, herra minn, vegna konu minnar,« mælli einn for- inginn, og kom til mín og rjetti mjer hönd sína. »Jæja, vinur minn,« sagði hershöfðinginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.