Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 49
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 43 »Nei,« mælti gamli maðurinn. sLæknar verða mjer að engu liði. Farðu og segðu Strathmore málafærslumanni, að mig langi til að tala við hann. tegðu lionum, að jeg hafi í þessum svifunum eignast 20 dohara, annars kemur hann ekki.« Málafærslumaðurinn kom af því að konan hafði fullyrt, að peningarnir væru til, og þeg- ar hann kom aftur heim á skrifslofu sína sagði Ijelagi hans: »Nú, hvað var að gamla Hálendingnum? Jeg ímynda mjer, að hann hafi ætlað að gera erfðaskrá. Vonandi hefir hann ekki erft mig að görmunum sínum.« »Hann er orðinn bandvitlaus,* svaraði Strath- more, »en jeg náði í 10 dollarana mína, svo mjer er sama. Svo virðist sem hann haldi, að hann eigi alt Michigan-fylkið. 200,000 dollarar eru í Wayne Connty sparisjóðnum, 79,000 dollarar í öðrum stað og 30,000 í þriðja staðnum. Samtals fullar 300,000 doll- arar, sem hann arfleiddi bróðurson sinn að, járnbrautarmann við Midland-brautina.*------ »Guð sje oss næstur, Strathmore,« hrópaði fjelagi hans. sem hafði verið blaðamaður á yngri árum og fann hvílík nýjung fólst í þessu, ef satt væri. »Ekki þori jeg að vinna eið að því, nema þetta geti verið salt. Hann var einmitt einn af þessum gömlu, ræfilslegu maura- púkum, sem við dauðann reynast vellríkir menn.« »Ómögulegt,« mælti Strathmore. »Ef til vill er það ólíklegt, en ef við sendum skeyti til Wayne Connty sparisjóðsins, fáum við fulla vissu um þetta.« Og með svarinu fengu þeir fullnaðarvissu. Ibúar Stumpville fengu næsta dag þá fregn, að látinn væri gamall maður í Ijelegasta hreysi bæjarins, sem hefði getað keypt og selt þá alla saman, hefði hann viljað. Pegar skeytið um andlát föðurbróður hans kom John Steele í hendur, stóð 'nann á fætur, lokaði herberginu og gekk fram og aftur með hneigðu höfði. Hann hafði ekki búist við þessum leikslokum, því þótt frændi hans væri tekinn fast að eldast, hafði hann þó siglt hann svo oft krappann, að honum datt ekki í hug, að nú væri komið að skuldadögunum. Hann ásakaði sig harðlega fyrir það, að hann af til- liti til stöðu sinnar, hafði látið hjá liða, að mæta við banabeð föðurbróður síns. Hann and- varpaði þungan og settist við skrifborðið sitt og reit Blair stutt brjef; tjáði hann honum, að hann hefði samstundis fengið skeyti, er til- kynt hefði iát föðurbróður síns, og að hann ætlaði að fara með næstu lest til Michigan, en mundi setja Johnson í sinn stað meðan hann væri fjarverandi. Sennilega yrði hann burtu í 3 daga, en ef þyrfti að ná í sig, væri heimilis- fang hans Stumpville. Brjefið og skeytið Ijet hann innan í umslag og skrifaði utan á til T. Acton Blair og sendi honum það á skrifstof- una með sendisveini. Har.n vissi, að forstjór- inn var á skrifstofu sinni, en alt um það fjekk hann ekkert svar, áður en hann fór. Hann kallaði Johnson inn til sín áður en hann fór, og fól honum störf sín á hendur. Tók John- son við stöðunni með mesta fögnuðr, sem hann gat ekki leynt og enda þótt yfirboðari hans yrði þess var, sagði hann þó ekkert. Á leiðinni til Stumpville hugsaði Steele ráð sitt. Sú meðvitund, að hann hefði verið mis- rjetti beittur, er Blair neitaði honum um brott- fararleyfið til að heimsækja frænda sinn, leiddi nú til þeirrar ákvörðunar, að láta framvegis hart mæta hörðu, en slá eigi undan eins og verið hafði til þessa. Að náttúrufari var Steele sáttfús, en sú var raun á orðin, að umburðar- lyndi hans hafði leitt til megnustu óreglu á skrifstofunum. Því næst tók hann að íhuga aðstöðu sína gagnvart forstjóranum. Ef Blair ætlaði að reka hann úr stöðunni, ætlaði hann að tala um það við Rockervelt sjálfan, sem hafði sett hann í stöðuna. Óðar og hann kom til Stumpville, fór hann á símstöðina og fjekk þar skeyti. Áður en hann opnaði það var hann þess fullviss, að það væri frá forstjórannm, því að enginn annar þekti heimilisfang hans. Pað, að hann símaði til hans í stað þess, að gera honum boð með- an hann enn var á skrifstofunni í Warmington, 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.