Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 53
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 47 stæður, að mjer er alveg sama, hvernig deilu j okkar Iýkur.« »Mjer er sönn gleði að [aví,« mælti Blair, »að vera fyrstur af yðar gömlu samverkamönn- um, að óska yður til hamingu með efni yðar. John Jakob Astor sagði einu sinni, að maður, sem ætti 100,000 dollara hjer í landi, gæti safnað sjer auð fjár. Enda þótt tímarnir hafi breyst síðan, mun maður, sem hefir þrefalda þá upphæð, geta gert mikið. Hvað þiætu okkar snertir, sem þjer töluðuð um, þá er mjer ekki Ijóst, hvers vegna við ættum nokkuð að minnasl á hana.« »Jeg er alveg á yðar máli í því, hr. Blair, og munuð þjer, þar sem jeg er, eiga hinum friðsamasta manni að mæta, fái jeg að vinna á þann hátt, sem jeg tel best henta í minni deild. Enda þótt jeg sje óhræddur hvað deilu okkar snertir, þá langar mig þó ekkert til að hefja hana. Rjer munuð einnig sjá, að þjer hafið lítil líkindi fyrir að vinna. Rjer munduð verða að sanna, að hr. Rockervelt væri asni, þar sem jeg á hina bóginn þyrfti ekki að gera annað en sanna, að hann væri hygginn maður. Rjer eruð altof mikill mannþekkjari, til þess að vita ekki hvernig niðurstaða þeirrar deilu yrði. Hr. Rockervelt er upp með sjer af tvennu, í fyrsta lagi af því, hve óskeikull hann sje í dómum sínum um menn, og í öðru iagi af því, hve brautir hans sjeu ágætar; nær hann því síðara með hjálp hins fyrra. Nú setti hann mig í þessa stöðu. Ef hann hefði viljað, að þjer velduð hinn nýja deildar- stjóra, mundi hann hafa falið yður, að gera það. Ef hann hefði óskað, að hr. Johnson væri hjer, mundi hann eigi hafa hikað neitt við að setja hann í sessinn. Ef þjer gætuð unnið eitthvað við að bíða ósigur, gæti jeg skilið það. En alt sem þjer óskið, getið þjer unnið með sanngirni, svo hvers vegna viljið þjer hefja þessar deilur?« »Jeg fullvissa yður um, kæri hr. Steele, að jeg óska alls ekki eftir neinni deilu. Jeg hefi ætíð haldið því fram.« »Gott, þá tölum við ekki meira um það, og þjer megið vera þess fullviss, að þjer í mjer hafið hinn auðmjúkasta og hlýðnasta þjón, sem nokkru sinni hefir unnið á skrifstofu yðar.« »En hvað verður um mig?« hrópaði hinn óttaslegni Johnson, sem íölnaði æ meir, eftir því sem á leið samtalið. »Kæri hr. Johnson, þjer komist hvergi að,« mælti Steele kurteislega. »Jeg sagði yður það þegar í upphafi, er jeg ráðlagði yður að hefja eigi deilu, sem þjer máttuð fyrirfram vita, að þjer munduð tapa. Jeg ráðlagði yður, að Jaier framvegis skylduð hegða yður jafn viturlega og hr. Blair.« »Hr. Blair,« mælti Johnson. »Rjer skipuðuð mig deildarstjóra og sögðuð, að Jtjer munduð star.da við veitinguna.« »Já, að vísu,« mælli Blair, »en þjer sjáið sjálfir, hvernig málum er komið. Jeg sk'paði yður undir röngum forsendum. Jeg hjelt, að hr. Steele hefði risið opinberlega gegn mjer, en nú sje jeg, að svo er ekki. Hefi jeg eigi á rjettu að standa, hr. Steele?« »Jú, algerlega, hr. Blair. Jeg bar enga ósk í brjósti um, að rísa gegn yður, og jeg bið yður afsökunar á því, að hafa látið yður ha’da þetta.« • Rarna gelið þjer sjeð, Johnson,« naælti Blair í hálíbiðjandi róm. »Pjer h'jótið að sjá, að þelta breytir öllm málavöxium.« Að minsta kosti breytti þ3ð andlitinu á Johnson, sem stóð þarna með drjúpandi höfði og horfði á hinn þróttlausa húsbónda sinn. >Mjer þykir Ieitt með þennan misskilning,« mælti Blair í mildari róm. »Slikt getur auð- vitað alstaðar komið fyrir, en til allrar hamingju er stjórnin hjer svo a'gæt, að örfá orð nægja til að kippa öllu i lag. Pjer hafið unnið verk yðar vel, Johnson, þennan stutta tíma, sem þjer voruð deildarstjóri, og þegar þjer nú að nýju takið við gömlu stöðunni yðar, megið þjer eiga víst, að bæði jeg og hr. Steele munum minn- ast yðar, þegar betri staða verður næst í boði.« »Mjer þykir leitt, að verða að segja,« mælti Steele, áður en Johnson fjekk tækifæri til að segja nokkuð, »að síðasta verk Johnsons sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.