Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 24
18 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ætlarðu ekki? Nú, nú! Hver er þarna? Ójá, er það Pjetur? Pú kemur alveg eins og þú hefðir dottið niður úr skýjunum, til þess að sjá mig líða þangað í þinn stað. Hvaðan kemurðu?* »Jeg vona, að þjer Iíði nú betur, faðir minn,« sagði jeg. »Jú, það held jeg! Jeg er altaf að ljettast og Ijettast með hverri mínútunni sem líður. Blessaður Pjetur, reyndu nú að ná í sterkt reipi og bittu mig við borðfótinn!* Jeg fór að reyna að sýna honum fram á, hve mikil fjaistæða þetta væri, en það varð ekki til annars en að gera hann æfan. Hann kvað mig ekki hótinu betri en aðra og nú vildi jeg bara sjá á eftir sér, er hann færi himnaförina, sem ótvíræðilega yrði sinn bani. Jeg hafði heyrt, að best væri við svona sjúk- dóma, að samsinna öllu, sem sjúklingarnir hjeldu fram, og fór því að teyna þá aðferðina. »Jeg held að það væri langbest, faðir minn, að við reyndum að ná úr þjer gasinu með vissu millibili,* sagði jeg. »Tja — en hvernig þá?« spurði hann og hristi hö'uðið efablandinn. »Auðvitað með dælu,« svaraði jeg. »Ef við stingum lítilii dælu upp í þig og drögum út bulluna, þá hlýtur gasið að fylla dæluna, og þannig má ná því.« »Ágætt — ágætt Pjetur! þú hefir bjargað Iífi mínu. Flýttu þjer bara, því annars þeytist jeg upp um Ioftið og út í geiminn.* Til allrar hamingju var svona verkfæri til á heimilinu, og jeg stakk upp í hann dæluend- anum og dróg að mjer bulluna, tæmdi hana og stakk henni upp í hann á ný. Pannig hjelt jeg áfram í tvær mínútur og þá kvað hann sjer vera mikið hægra. Eftir Ijet jeg svo hjúkr- unarkonunni þennan starfa. í jará daga varð hún að standa við þessa iðju, en loks fjeli faðir minn í djúpan svefn- og svaf á annan sólarhring. Pegar hann vaknaði, leit jeg inn til hans, og af því að þetta var kl. 8 að kvöldi, hafði jeg logandi kerti í hendinni. »Ó, blessaður, farðu burt með Ijósið — burt með það! Slöktu það! — en gætilega þó!« »Nú, hvað er að?« spurði jeg. »Ó, komdu ekki nær, svo framarlega sem þú viijir mjer vel. Slöktu, segi jég, slöktu!« Jeg gerði eins og hann bað, og spurði um ástæður.a. »Ástæðan ! Guð minn góður! Sjerðu það ekki maður?« »Nei, faðir minn. Jeg sje ekkert í myrkrinu.* >Guð hjálpi mjer Pjetur! Jeg sem er púð- ur skemma — full af púðri — og einn ofur-lítil! neisti — og jeg spring í loft upp ! Hugsaðu þjer þá hættu, sem jeg er í. Pú vilt þó sjálfsagt ekki drepa haun föður þinn, Pjetur ?« Og vesalings gamli maðurinn fór að hágráta eins og barn. »Nú skal jeg segja þjer dálítið, faðir minn,« sagði jeg. »Pegar við lendum í svona hættu á herskipunum, þá skvettum við vatni á púðrið. Ef þú drekkur nú nóg af vatni, þá blotnar púðrið, og þá er engin hætta á sprengingu.« Petta ráð þektist hann strax. Hann þamb- aði úr fullri vatnsflösku annan hvern klukku- tíma. Pessu hjelt hann áfram í þrjá eða fjóra daga og sofnaði svo eins og áður, — en vakn- aði á ný með aðrar ámóta ímyndanir. Nú var leyfistíminn því nær á enda. Reynd- ar hafði jeg sótt um framlengingu, en var harðlega neitað um Iengri frádvöl, og þótt mjer þætti sárt að skilja við systur mína und- ir þessum kringumstæðum, þá mátti jeg til. Jeg gaf henni mörg heilræði um það, á hvern hátt hagkvæmast væri að fara með föður okkar í köstunum, og fjekk henni svo til umráða peninga þá, er mjer höfðu verið greiddir sem hluti af skiptökufjenu, en það voru full 1500 sterlingspund, svo að hana þurfti ekkert að skorta fyrst um sinn. Svo kvaddi jeg heimili mitt í þungu skapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.