Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 47
NÝJAR KVÖLDVÖKÍJR 41 að skilja embætti yðar mannlaust eftir eina ein- ustu klukkustund.s »En þetta er eini ættinginn, sem jeg á í heiminum,« mælti Steele alvarlega. »Hjerna er skeytið, sem jeg fjekk. Viljið þjer ekki lesa það ?« Hr. Blair bandaði með stóru hendinni skeyt- inu brosandi frá sjer og fjekst ekki til að líta á það. >Jeg efast alls ekki um, að skeytið er frá Michigan. Jeg get jafnvel ímyndað mjer, að það sje stílað í sárbænandi tón, og að undir- skriftin sje ófölsuð. Samt sem áður er bast, að vjer skiljum hver annan. Eins og jeg sagði yður fyrir viku, mun jeg, ef þjer hverfið frá stöðu yðar án mfns leyfis, skipa fastan mann í yðar stað. Við lifum í frjálsu landi og þjer getið verið eða farið, eftir því sem yður sýnist. Ef þjer sækið um lausn eins og fyrirrennari yðar, mun jeg segja það sama við yður og jeg sagði við hann: »Farið, og jeg óska yður allrar hamingju,« en meðan þjer eruð hjer hlýðið þjer mínum fyrirskipunum. Hefi jeg talað nógu greinilega?« »Ja',« svaraði Steele og fór. í annað skifti sat hann lengi hugsandi við borð sitt. Fyrst ákvað hann að segja strax af sjer. Ástandið var að verða jafnóþolandi fyrir hann eins og fyrirrennara hans, en því Iengur sem hann hugsaði um málið, því Ijósara varð honum, að hann átti ekki að láta undan. Ef hann segði af sjer, leit það svo út, sem hann væri ekki stöðunni vaxinn. Hann yrði að byrja að nýju, en burtför hans frá Rockervel, mundi hvarvetna spilla fyrir honum. En jafnvel þótt þessi ástæða ein væri nægileg til, að fá hann til að ákveða að vera kyr, mundi umhugsunin um frænda hans hafa riðið baggamuninn. Hann ásakaði sig harðlega fyrir skeytingarleysi gagnvart gamla- manninum, sem, eins og hann sjálfur hafði nýlega frá skýit, var eini ættingi hans á jarðríki. Meðan hann barðist fyrir því, að bxta kjör sín og sleppa úr greipum þeirrar fátækfar, er þeir frændur höfðu búið í, hafði baráttan fyrir tilverunni tekið svo upp tíma hans, að hann hafði gleymt, að frændi hans, Dugafd Steele, bjó enn þar, sem hann hafði skilið við hann, og hann hafði eigi sent honum grænan túskilding. Rangað til laun hans voru orðin 50 dollarar á viku, hafði hann eigi einasta eytt hverjum eyri, heldur hleypt sjer í skuldir. Skuldirnar hafði hann nú greitt og átti nokkur hundruð dollara í banka; bjóst hann við, að það fje yrði vísfr einhvers meira, er fr'am liðu stundir. Oamli maðurinn hafði alið hann upp, og Ijet hann ganga í skóla á vetrum, en utan skólatíma Ijet frændi hans hann vinna næstum meira en hann þoldi, og loks rak hann hann í burtu með höggum og blótsyrðum, í einu af reiðiköstum þeim, er hann fjekk og höfðu gert Dugald Steele að þeirri óhemju í almennings- iliti, að allir óttuðust hann eins og fjárann 'sjálfarj. Steele hafði þó skrifað heim til sín, þegar hann fjekk stöðuna á H lchens Siding, en því hafði ekki verið svarað, svo að hann hjelt, að frændi hans væri enn reiður við hann. Samt sem áður sannaði þó símskeytið, að frændi hans hafði geymt brjefíð eða mundi heimilisfangið, því að skeytið var sent til Hlch- ens Siding og þaðan á skrifstofu hans í Warm- ington. Rað var á hinn bóginn gagnslaust, að ergja sig yhr því, sem ekki varð breytt. Rað var ábyggilegt, að Blair mundi framkvæma hótun sína, ef Steele færi í leyf.sleysi, svo um annað var eigi að ræða, en sitja kyr. Ungi maðurinn andvarpaði og tók að skrifa brjef, sem reyndist örlagaríkara fyrir hann, held- ur en orðalag þess benti til. V. Forlagahefndin nær okkur öllum, fyr eða síð- ar, en það var undarlegt, að hún skyldi koma gamla Dugald í koll á eliiárum vegna hinnar strðngu, heiðarlegu vinnu hans á unga aldri. — fegar vingjarnleg nágrannakona hans ein, sá það dag nokkurn, að eigi rauk úr húsi hans, gekk hún ótlaslegin inn til hans og fann hann liggjandi á gólfinu; hafði gamli maðuiinn feng- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.