Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 38
32
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
öldungurinn, sem hafði margra ára reynslu
fyrir sjer í að múta löggjöfum. »í herrans
nafni, hvernig fóruð þjer að því?«
»Jeg fór til höfuðborgarinnar, kyntist löggjöf-
unum — ágætismenn alt saman — nú persónu-
legir vinir mínir; sýndi þeim fram á nytsemi
þessarar brautar fyrir ríkið og lögin gengu í
gegn eins og ekkert.*
»Jeg hefi aldrei heyrt annað eins!« hrópaði
gamli, reyndi kaupandinn að sjerleyfum.
»Hr. Rogers, þjer hafið vit á peningum og
þekkið alla auðmenn. Jeg hefi vit á rekstri
járnbrauta. Pjer leggið til fjeð og jeg byggi
brautina og við erum á svipstundu búnir að
fá fótfestu í New-York.«
Örstutta stund hjelt Steele, að hann hefði
sigrað. Eins og garnall riddaraliðshestur herðir
ósjálfrátt vöðva sína við bumbusláttinn, þannig
blossaði vígamóðurinn upp í augum Rogers,
þegar honum duttu miljónirnar í hug. En það
var aðeins andartak, brátt hallaði hann sjer
aftur á b3k í stólnum og móðurinn rann af
honum.
»Ó, Steele,« hvíslaði hann í kvartandi róm.
Jeg vildi, að jeg hefði hitt yður fyrir 30 árum,
en því miður voruð þjer ófæddur þá. Slíkt
sem við hefðum getað gert í fjelagi. En nú
er jeg orðinn altof gamall og ráðagerð yðar
getur hvort sem er ekki orðið framkvæmd. Ef
til vill gæti jeg útvegað fjeð og ef til vill ekki,
Menn óttast nafnið Burdock. En jafnvel þótt
fjeð fengist og brautin yrði bygð, myndum
vió lenda í járnbrautarstyrjöld. Rockervelt
mundi lækka flutningsgjöidin og sá, sem mest
fjeð hefði milli handa, myndi sigra, en það er
sama sem að við yrðum sigraðir.«
Steele settist með hönd undir kinn, í fyrsta
skifti á æfinni hafði hann nú þrotið hug og
dug. Hann langaði til að skæla, en þó jafn-
framt til að bölva, en gerði hvorugt. Gamli
maðurinn hjelt áfram í vinalegum róm:
»Pjer eruð dugnaðarvíkingur, Steele, en veg-
ur yðar til vegs og valda verður fyrir aðstoð
annars fjelags, sem á einhverja framtíð. Farið
að mínum ráðum og farið með leyfi yðar til
gamla þjófsins, hans Rockervelt. Par hafið
þjer markað.*
»Hvernig get jeg gert það,« tautaði Steele
mill tannanna, »þar sem jeg er í þjónustu yðar
fjelags ?«
»Pað er jeg líka; þess vegna ráðlegg jeg
yður, sem húsbóndi yðar, að faratil Rockervelt.*
»Veri þá teningnum kastað,« hrópaði Steele,
og stökk á fætur eins og þessum hugsýkismín-
útum hefði verið á glæ kastað. Hann kvaddi
forsetann með hlýju har.dabandi og fór út úr
lestrarstofunni.
III.
Steele varð ærið undrandi, er hann í fordyri
hússins mætli Philip Manson, manni, sem mjög
sjaldan heiðraði fjelagið með návist sinni.
»Jeg var á leið til yðar, hr. Manson. Mig
langar til að biðja yður að gera mjer greiða.
Jeg ætla ti! New-York og vil því biðja yður
að gefa mjer meðmæli til hr. Rockervelt.«
Deildarstjórinn hleypti btúnum og varð seinn
til svars.
»Sannast að segja, Steele,« mælti hann að
lokum, »er jeg einn af lægri embættismönnun-
um, en hr. Rockervelt er mikill fyrir sjer og
þekkV vald sitt. Og venjan mælir svo fyrir,
að jeg gefi yður meðmæli til aðalforstjórans,
sem svo aftur mælir með yður við hr. Rocker-
velt. — Pjer sjáið því — «
»Auðvitað,« hrópaði Steele, sem þótti leitt
að hafa beiðst þessa. Synjuu þess', sem fylgdi
í fótspor vonbrigðanna með Rogers, kom hon-
um í ilt skap. Hann ætlaði að halda áfram,
en Manson stöðvaði hann.
»Kærið yður kollóttan, Steele, jeg ætla að
segja yður dálítið, sem enginn annar veit um.
Jeg er að hugsa um að fara frá stöðu minni.«
»Hvað?« hrópaði Steele, og nú vaknaði óðar
vináltan til Manson, er hann leit framan í hann
og sá, að hann var ekki jafnrólegur og hægur
og venjulega. Honum datt ekki annað í hug
en Manson hefði í hyggju að fremja sjálfsmorð,
fyrst honum dalt í hug að hvetfa frá störfum
sínum við járnbrautina.