Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 69
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
63
jeg breyttur. Jeg er hræddur um, að jeg sje
orðinn að ónytjung, í stað þess að fyr var jeg
nýtur maður. Heimska sú, sem er samfara
harðri vinnu, húsbóndahollustu og ráðvendni,
er nú upprunnin fyrir mjer.c
»Vitleysa — vitleysa, Steele,« hrópaði
Manson.
Manson hafði horft á hann með raunasvip
meðan hann Ijet dæluna ganga og þegar henni
var lokið, sagði hann í blíðum, sannfærandi
róm og horfði á Steele:
»Komið með mjer til Adiorondacks og við
skulum fiska þar í viku, eða til Maine í hálf-
an mánuð eða til Kanada í 3 vikur.«
Steele hló hjartanlega.
»Ó, jeg kannast við þetta. Hvers vegna
ráðleggið þjer mjer eigi að fara á vitlausra-
spítala eða á heilsuhæli. Á morgun um þetta
leyti er jeg að kveðja frelsisgyðjuna (geysistór
líkneskja utan við New-York.) Farseðilinn minn
hefi jeg i vasanum og fer til Cherbourgh, eða
hvert sem þeir setja mig á land. Og hr. Man-
son. Þjer þekkið þennan bæ betur en jeg.
Látum oss ganga inn í gott matsöluhús og
gleðja oss yfir góðum mat. Pað er ekki á
hverjum degi, að ríkisbubbar bjóða yður til
miðdegisverðar. Jeg er hinn týndi sonur. Við
skulum gera gagnstætt því, sem stendur í biblí-
unni, og slátra alikálfinum, áður en jeg legg
af stað í leiðangurinn.* (Framhald).
Bókafregnir.
Lesendum Nýrra Kvöldvaka skal bent á ör-
fáar bækur af þeim mikla fjölda, sem árlega
berst á markaðiun. Þetta skal nefnt;
„Andlegt sjálstœði“ eftir R. Ingersoll
— heimsfrægan amerískan predikara og rithöf.
— Bókin er rituð af meiri eldmóði og anda-
gift en títt er. Pað hrökkva eldglæringar af
snillyrðum — þýðingin mjög góð. — Sumt í
bókinni er dálítið á eftir tímanum. Hún er
ægileg ádeila á presta, þjóðkirkjur, kreddukenn-
ingar og alt, sem er blint, rotið og fúið í
hugsanalífi þjóðanna. Bók, sem knýr til að
hugsa.
„Uppreisn englanna“, eftir franska
skáldsnillinginn Anatole Frar.ce. — Frábært
listaverk í snildarþýðingu eftir ungan háskóla-
mann. Listfengi í stíl, djúpsæ hugsun og skemti-
leg frásaga fara þar saman.
„Kristinn BIokk“, eftir danska skálda-
frömuðinn Ingemann. — Ein af þeim góðu og
gömlu »há rómantísku« skemtisögum. — Bók,
sem fær mann til að gleyma hjelugráum veru-
leikanum, og leiðir mann inn í hvíldarheima.
— Bók, sem gefur stofu manns ljósan og hálf-
gerðan æfintýrablæ, — snarkið í eldinum segir
þægilegar sögur og myrkrið við rúðurnar verð-
ur hlýtt og dularfult.
„Vefarinn mikli frá Kasmir“, eítir
Halldór K'ijan Lrxness. — Undarleg bók. Höf-
undurinn fer ekki um þjóðveginn, gáfur hans
og stílsnild fara gandreið innan um kynlegan
hrærigraut af ástríðum, heilagleik, kæruleysi,
hita, vlti ogvitleysu. — Mál.ð mjög gott og þó
víða hræðilega misþyrmt. — Bókin er öll eins
og leiftur-snöggir sprettir ótamins fola sitt í
hverja áttina, en á baki hans situr kaldhæðinn,
rólegur heimsmaður.
S m æ I k i.
Norsku herragarðseigandi haði verið tvö ár
erlend s. Pegar hann kom til laudsins aftur,
tók einn af húskörlum hans á móti honum á
járnbrautarstöðinni. — Herragarðseigandinn
hafði í rúmt ár ekkert heyrt frá heimili sínu;
fyrsta spurning hans var því: