Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 10
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
lægt landi. Rað var blíðalogn og bátar höfðu
skipin í togi og gekk seint.
^Eftir hálttíma er komið svartamyrkur, Pjetur,«
sagði O’Brian, »og jeg held, að við gætum
náð þeim, áður en þau leggjast við akkeri, og
þó að svo yrði ekki, þá leggjast þau lar.gt fyrir
utan hafnarmynnið. Hvað segirðu um þetta?«
Jeg var honum samdóma um þetta, því að
jeg var í því betra skapi sem við vorum* nær
landi, en eftir þvf sem við fjarlægðumst sliönd
ina, því þyngra varð mjer innanbrjósts, því að
þá var jeg þéim mun lengra frá Celestu. Hún
hvarf mjer nú aldrei úr huga, því að eftir að
fundum okkar bar saman síðast eftir svo lang-
an aðskilnað, fann jeg mjög glögt, að vinátta
sú, er jeg hafði borið til hennar, hafði breyst
í brennandi ást. Og jeg held, að jeg hefði
aldrei verið sendur út í þá tvísýnu inn á höfn-
ina, að jeg hefði ekki tekið því fegins hendi,
þótt jeg þar fyrir væri engu nær því takmarki,
er jeg þráði svo mjög. En svona var það.
Og þegar maður er ekki nema tuttugu og
tveggja ára, þá hefir maður yndi af að byggja
sjer skýjaborgir og tekur lítið tillit til þeirra erfið-
leika, er sigra þarf, til að komast að markinu.
|eg fjelst þvf skjótt á uppástungu O’Brians
og kvaðst þess albúinn að reyna þetta og
huggaði hann þó með því, að ef jeg sæi brýna
hæftu yfirvofandi, skyldi jeg snúa við.
»Jeg veit, að mjer er óhætt að reiða mig á
þig,« sagði O’Brian, »og það er þó alt af
huggun, að hafa með sjer foringja, sem hægt
er að trúa eins og sjálfum sjer. Jeg hef líka
svo gott sem alið þig upp, karl minn, og kent
þjer ýmislegt. Settu nú út stórbátinn og mann-
aðu hann og hina bátana, og láttu það ganga
fljótt. Rað hefir verið heitt í dag og mollu-
legt og mistur í lofti. Líttu bara á sólina,
sem er að ganga undir. Hún er blóðrauð og
þrefalt stærri en vanafega. Jeg er hræddur um,
að við fáum rok úr hafi,«
Hálflíma síðar var jeg kominn af stað með
bátana. Pað var feikna hiti og svo kyrt og
og þögult, að engu var líkara en höfuðskepn-
urnar lægu í dvala. Stjörnurnar sáust varla,
þó að heiðskírt væri, fyrir einhverskonar þoku-
mistri, sem þó eigi var greint frá myrkrinu,
sem varð æ svartara, eftir því er á leið kvöld-
ið, en ekki bærði hár á höfði. V.ð höfðum
nú róið lengi og á ætlúðum, að við mundum
vera komnir inn í hafnarmynnið, því að við
sáum ekki faðmslengd út fyrir borðstokkinn.
Swlnburne var með mjer eins og vant var og
slýrði bátnum, og jeg fór að vekja athygli
hans á því, hve óvanalegt veðurlag þetta væri.
»Jeg er búinn að veita því eftirtekt fyrir
löngu,« svaraði Swinburne, »og ef við bara
vissum, hvert stefna skyldi til þess að finna
aftur skipið, mundi jeg hiklaust ráðleggja yður
að snúa við hið allra bráðasta, því að jeg er
illa svikinn, ef »Skellinaðran« þarfnast ekki allrar
sinnar áhafnar i nótt.«
»Hvað eigið þjer við?« spurði jeg.
»Jeg held semsje — eða réttara sagt, jeg er
viss um, að það verður kominn á fellibylur
áður en birtir. Pað er ekki í fyrsta skifti, sem
jeg er á vakki á þessum slóðum.«
»Jeg held þ;'er hafið á rjettu að standa. Að
minsta kosti ætla jeg að snúa við, Pað getur
vel verið, að við iinnum skipið, áður en hann
skellur á. Siglingaljósin ættum við þó að
geta sjeð.«
Jeg Ijet bátana snúa við, og róa í þá átt,
sem jeg hjelt, að skipið mundi vera. En við
höfðum skamma stund róið, er að eyrum okk-
ar barst kynlegur, drynjandi hvinur og var ekki
unt að greina með neinni vissu, hvaðan hljóð
þetta kom fyrst í stað. Stundum virtist það
koma frá hægri og slundum frá vinstri, og
það var eins og við værum að róa í gegnum
biksvartan hamar úr myrkri, sem var svo kaf-
þykt, að það var varla hægt að trúa því, að
það væri ekki áþreifanlegt. Swinburne leit í
kring um s’g og benti svo framundan stjórn-
borðsmégin.
»Nú er hann að skella á! Pað er ekki um
að villast. Pað verður margur, sem ekki vakn-
ar til þes;a lífs í fyrramálið. Sjáið þjer nú,
herra!«
Jeg leit fram undan, og þótt myrkrið væri