Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 71
NÝJAR KVÖuDVÖKUR
65
Tveir biðlar.
Eftir H.
Á milli Himinfjalls og Silkiborgar stendur
hús, umlukið skógi og háum, stiítóttum ás-
um, sem Iíkjast Svissnesku fjalllendi, þegar
kvöldþokan breiðir sína mjúka blæju yfir
þá. Og á daginn þegar sólin skín og loft-
ið er hreint og tært, sjest óendanleg dökk-
brún lyngbreiða, þar sem einirber og birki-
runnar eru á víð og dreif, hörmulegar leifar
þess mikla skógar, sem eitt sinn breiddi
sig yfir þessar hæðir.
í þessu húsi bjó skógarvörðurinn í Silki-
borgarskógi. Hann var gamall, herðabreið-
ur og hinn karlmannlegasti ásýndum, enda
hafði hann um nokkurn tíma á sýnum yngri
árum verið í herþjónustu. Til menja um
það hafði hann enn stórt yfirskegg, sem
með aldrinum var farið að grána, og kross
úr messing, sem hann bar á brjósti sjer.
Hann var ekkjumaður og átti gjafvaxta
dóttur eina barna, og var hún hjá honum
og hafði hússtjórnina á hendi. Þarna í
einverunni hafði Anna lifað allan sinn aldur.
Síðari hluta dags. að sumri til, sat Gunn-
ar skógarvörður í skugga rekkjuvoðar, sem
hengt hafði verið uppi úti í garðinum til að
skýla fyrir hinum brennheitu geislum sólar-
innar. Hafði hann fæturnar upp á föllnum
bjarkarstofni og reykti pípu sína í mestu
makindum.
Á einum stað fjell skuggi yfir múrinn,
þar |á varðhundurinn og teygði úr öllum
öngum. Svölurnar kurruðu og stóreflis gæs
lá og morraði hálfsofandi undir rúmfatagrind
þar sem Anna hafði lagt rúmföt sín til viðr-
unar. Fyrir innan hliðið lá stór og mikill
viðarköstur,’ af honum lagði sterkan og
hressandi ilm um alt. Uppi á honum stóð
haninn og hallaði undir flatt og gólaði
ámátlega.
Alt í einu var þögnin rofin, við það, að
kallað var hátt á Gunnar; var það ungur
maður, sem stakk höfðinu út úr dyrunum
og stóð svo kyr.
»Mads!« hrópaði Gunnar hárri röddu.
»Hjer er jeg.«
»Ó, Mads minn, hlauptu nú út að hlið-
inu og gáðu að, hvað það er, sem Tullifas
er að urra að, það fer svo einstaklega vel
um mig, að jeg nenni ómöguleg að róta
mjer.«
»T>að er enginn,« sagði Mads, er hann
koni til baka.
»Þá hlýtur Tullifas að hafa dreymt. —
Heyrðu Mads, nú skal jeg segja þjer nokk-
uð, þú getur farið inn og troðið tóbaki í
stóru pípuna mína og beiddu Önnu um
leið að færa mjer ölglas, maður verður svo
ákaflega þyrstur í þessum hita.
Mads fór.
»En sá voða hiti í. dag,« sagði hann,
þegar hann kom aftur.
»Ójá, drengur minn, það er ljómandi
sumar í ár.«
»Ljómandi sumar?« tók Mads upp eftir
honum, »það er nú helst. Kornið liggur
sviðið á ökrunum, fjeð drepst hrönnum
saman og bóghveitið visnar, áður en það
nær að blómgvast.«
»Hvern fjandan kemur fjenaðurinn, korn-
ið og bághveitið mjer við?« hreytti Gunnar
út úr sjer, »hvað þarf jegað sjá um af því?
Sumarið er ágætt. í þessum og þvílíkum
hitum er nóg af refum. Við fáum góðan
feng, þegar veiðarnar byrja. í fyrra haust.,
þegar jeg stýrði veiðunum, meðan þeir háu
herrar dvöldu hjer, sló konungurinn eitt sinn
á öxlina á mjer og sagði:
»Jeg veit ekki hver skollinn segir fyrir
9