Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 79

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 79
NÝJAR KVÖLDVÖKUR því. Við getum sett hann til hliðar. Jeg sel hann fyrir gjafverð — Já, hvað segir Anna litla um svona silkibönd, sum af þeim geta þó svei því skreytt. Amtmanns- frúin niður í Veile, keypti einn pakka af sömu tegund, hún sór og sárt við lagði, að hún hefði ekki sjeð fallegri bönd niður í Lybeck. Við skulum setja þennan pakka til hliðar. — Nú, hvað finst Jakob um svona úrkeðju, þvílík gersemi, svona Iíka bæði góð og falleg, að hver borgarstjóri getur verið þektur fyrir að nota hana. Hún er betri en gullfesti, því að hún er sterkari og kostar ekki nærri eins mikið, prinssess- an í Horsens keypti tvær hjerna um dag- inn, aðra handa sjer, en hina handa kærast- anum, svo klappaði hún á öxlina á mjer og sagði: »Jeg segi bara rjett eins og mjer finst, að jeg hefi aldrei sjeð fallegri ger- semar, en þær, sem kistillinn hans Mikkels Hallesens, hefir að geyma.« Eigum við að versla Jakob? Jeg þekki eina ungfrú, sem mundi áreiðanlega kalla það fallega gjöf. Hvað? — Pað er satt! Jeg má auðvitað óska til hamingju, nú hefir Jakob áreiðan- lega gert alvöru úr því og trúlofast?« »Jeg er ekki trú!ofaður,« sagði Jakob. »Ekki það?« hjelt farandsalinn áfram, og brosti við um leið og hann 'skaut horn- auga til Önnu. Jeg hjelt þó að það væri ein, sem — Ounnar tók fram í fyrir hon- um og sagði: »Ef þjer eigið við dóttir mína, — þá er hún lofuð, eins og þjer hafið ef til vill heyrt.« »Jeg hefi ekki neitt heyrt, hverjum er Anna líila lofuð?« »Bróður Jakobs, Salomon, en um það tölum við ekki núna.« »Guð sje oss næstur, Salomon!« hrópaði farandsalinn og sló höndunum saman, »um hvað hefi jeg eiginlega verið að hugsa, jeg er með kveðju til ykkar frá Salomon.3 »Frá Salofnon,« kallaði Anna upp yfir sig. Ý3 »Frá bróður mínum? — hvað segið þjer?« hrópaði Jakob. »Já svo sannarlega,« hjelt farandsalinn áfram með ánægjubrosi, »jeg hefi bæði kveðju og brjef frá Sa!omon.« »Talaðu maður, talaðu!« hrópaði nú Gunnar óþolinmóðlega. »Já þetta er ekki Iengi sagt, þvt í fyrra hitti jeg hann við Vansild kirkju. En hvað hann var horaður og aumingjalegur. Svo segir hann við mig: »Heilir og sælir, kæri Mikkel Halleson, hvert er ferðinni heitið að þessu sinni?« — Norður eftir svaraði jeg, norður eftir, Salomon minn. — Komið þjer ekki við í Silkiborg? — Ja, komið get- ur það fyrir svaraði jeg. — Pá getið þjer gert mjer stóran greiða og tekið brjef af mjer til skógarvarðarins — hvað jeg vildi segja til Gunnars lautinants. — Komið með inn í knæpuna og fáið yður eitthvað að borða, á meðan jeg er að skrifa. — Ja, lautinantinn horfir svo mikið á hlutinn þann arna, það er ósvikinn enskur ferðahnífur, nú það má svo sem nota hann líka til að birkja svín, ef á þarf að halda, það er víst best að leggja hann til hliðar, hjerna hjá tóbakspokanum ? Nú svo gengum við inn og jeg borðaði meðan hann skrifaði, síð- an fjekk hann mjer brjefið og einn dal í burðarlaun, því að aldrei hefir hann sinkur verið, það get jeg borið um. »Hvert ætlið þjer að halda, Salomon?« spurði jeg. »Það stendur í brjefinu,« svar- aði hann. »í guðsfriði Mikkel! og ber þeim kæra kveðju þar heima. Svo kaupa þau víst ósköpin öll af yðar ágæta varn- ingi. Og með það skildum við.« Á meðan farandsalinn Ijet dæluna ganga tók hann fram stóra leðurtösku og fór að grúska í dóti því, sem hún hafði að geyma. »Það var ætlun mín að fara beint til Silkiborgar,« hjelt hann áfram, »en svo fjekk jeg blóðeitrun í vinstri fótinn, eins og þið liafið ef til vill heyrt; fóturinn bólgnaði og belgdist út, þangað til hann 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.