Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 22
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. og lamaður. Jeg fór að missa stjórn á hugs- unum mínum og sjónin sljófgaðist. En þá vakti Swinburne mig upp úr mókinu með því að hrópa: »Bátai ! Jú, svo sannarlega, hjálpi nú guð! Haldið ykkur enn um stund, drengir, þá er ykkur borgið !« Relta var blámannafar. Voru þeir á flug- fiskaveiðum og höfðu komið auga á rekaldið. Reir drógu okkur alla inn í bátinn og gáfu okkur vatn, og má nærri geta hvílíkur guða- drykkur það var í okkar munni. Hrestumst við mikið við það. Peir tóku seglásinn á tog og reru svo til lands. Á leiðinni hnipti Swin- burne í mig og benti mjer út fyrir borðstokk- inn. Sá jeg þar blika á blágráa uggana á gríðarsfórum mannætuhákarli í vatnsskorpunni. Rað fór hrollur um mig, og jeg lofaði guð og þakkaði honum fyrir björgunina. Tveim tímum síðar komum við í land, en þá var svo af okkur dregið, að við treystum okkur ekki til að ganga. Vorum við því allir bornir upp í sjúkrahús, og hjúkrað þar eins og kostur var á. Jeg fjekk snert af heilabólgu og hafði hana vikutíma. Höfuð mitt var rakað og flagnaði öll húð af höfði mínu, andliti og baki af sólbrunanum. Við vorum baðaðir í brennivínsblöndu, og eflir þrjár vikur komumst við aftur á fætur. En allan þann tíma mátti svo segja, að O’Brian vjeki ekki frá rúmi mínu. sRetta var óheillaskip,* sagði hann, er jeg hafði sagt honum alla ferðasöguna. »Hún er nú sokkin í djúpið og fari hún til fjandans. En alt er gott þegar endirinn er góður. — En guð má vita, hvort mjer auðnast nokkurn- tíma að koma þjer almennilega til mannsl* Jeg tók aftur við störfum mínum á Skelli- nöðrunni, sem nú var því nær sjófær aftur. Einn morguninn konr O’Brian til skips með þær frjettir, að stórskytinn okkar ætti að taka stöðu á öðru sk'pi, en Swinburne gamli hefði verið skipaður í hans stað. »Lá!tu hann koma hingað,« sagði O’Brian við mig. Jeg sótti strax Swinburne, og þegar hann kom vaggandi upp um þiljuopiö, sagði kap- teinninn : »Rjer hafið staðið prýðilega í stöðu yðar, herra Swinburne, og til þess að votta yður ofurlítinn þakklætisvott fyrir starf yðar, hafið þjer nú af flotamálastjórninni verið skip- aður stórskyti á Skellinöðrunni. Hjer er skip- unarbjef yðar. Pað hefir verið mjer sönn ánægja að hafa getað stuðlað að því, að þjer fengjuð þessa stöðu.« Swlnburne gamli vöðlaði við tóbakstuggunni upp í sjer, og kipfi upp á við buxnastrengnum: »Já, herra kapteinn; — en jeg vildi leyfa mjer að gera þá fyrirspurn, hvort mjer beri skylda til að ganga altaf í þessum stórskytafrökkum með svölustjelið, því, ef svo er, þá vil jeg heldur vera óbreyttui bátsstjóri eins og jeg hefi verið.« O’Brian kvað hann hreint ekki þurfa þess, nema þá helst ef hann færi í land, og þá ekki nema hann vildi sjálfur. »Jæja, fyrst svo er, þá tek jeg móti skipun- inni, - mest af því, að jeg veit að það muni gleðja kellu mína heima.« Að svo mæltu hypjaði Swinburne upp um sig buxurnar á ný og gekk undir þiljur. Hann breytti ekki um einkennisfatnað fyr en hann kom til Englands, en þar klæddist hann í »stórskylafrakkann með svölustjelið,* því hon- um þótti sem viðlægi sómi »kellu sinnar,« ef einkennisbúningurinn sinn væri eigi samsvar- andi stöðunni. Níundi kafli. Frá föður mínuni. »Skellinaðran« fjekk nú skipun um að hverfa heim til Englands hið bráðasta með skyndiboð og tilkynningar. Við lögðum af stað svo fljótt, sem því varð viðkomið, og að mánuði liðn- um lögðumst við í lagi við Spithead. O’Brian gekk fyrir flotaforingjann og lagði svo strax af stað til Lundúna með skjöl þau, er hann var sendur með til flotamálasjórn- arinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.