Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1927, Blaðsíða 39
NÝJAR ’KVÖLDVÖKUR 33 »GamIi asninn hann Biair hefir gert yður gramt í geði?« hrópaði hann. »Ekki fremur venju. Pað hefir altaf verið grunt á því góða milli okkár og jeg vænti þess ekki, að það fari batnandi. Jeg á dálítið í handraðanum og jeg hefi unnið mikið, svo mjer hefir dottið í hug að sefjast í helgan stein. Jeg geri ráð fyrir, að þjer viljið gera hr. Rockervelt einhver tilboð ?« »Já.« »Pað er gott. Ef tilboð yðar er goft, mun það reynast bestu meðmælin við Rockervelt. Hann er maður, sem óhætt er að tala við, en talið þjer hispurslaust um málin, það gest honum best að. Hann kemur hingað til Warm- ington á miðvikudagsmorguninn. Á fimudags- morguninn á að verða stór fundur með járn- brautamönnum í Portandit og auðvitað tekur hann þátt í honum. Við skeytum einkavagni hans við nr. 3 á miðvikudagskvöldið, og jeg held að þjer fáið besl tækifæri að ná fundi hans á fjögra mílna leið þeirri, sem er hjeðan til skiflistöðvanna, þar sem hraðlestin bíður hans. Pað verður ekki langur viðræðutími, en Iengri trma fáið þjer ekki, nema til'ögur yðar falli honum í geð.« »Heyrið þjer!« hrópaði Steele gripinn af augnabliks hugmynd, »gætuð þjer ekki talið hann á, að láta tengja vagninn sinn í Burdock- lestina? Jeg skyldi aka honum til Portandit og spara honum þar með hina ömurlegu dag- Ieið frá Tobasco.* Manson hristi höfuðið. »Nei! Hr. Rockervelt vill ekki aka á nokkr- um brautum nema sfnum. Jeg^ get ekki stungið upp á nokkru slíku, og jafnvel hr. Blair gæti það ekki.« Steele gekk að Grand Union stöðinni, í djúprim hugleiðingum. Hann var staðráðinn í því, að taka einkavagn Rockervelts og tengja hann við Burdock-hraðlestina, og nú var hann að hugsa um það, hvernig því yrði best við komið. Pegar komið væri fram hjá skiftistöð- inni gæti jafnvel stjórnin sjálf ekki slöðvað hann. Tíu mínútum fyrir átta um kvöldið var Philip Manson hringdur upp í síma. í sömu andránni var verið að tengja einkavagn Rockervelts í Burdock-lestina. »Er það hr. Manson?« »Já. Hver eruð þjer?« »Stee!e, jeg er nýbúinn að láta tengja vagn Rockervelts í Burdock-lestina. Tilkynnið nr. 3 þetta, því að annars bíður sú lest árangurslaust. Símið öllum þeim mönnum, sem Rockervelt átti að hitta í morgun í Tobasco, að fara með miðnæturhraðlestinni til Portandit og mæfa honum þa>.« »Eruð þjer orðinn bandvitlaus, Steele?« »En þetta er, sem jeg segi, og enginn getur stöðvað okkur.« »Jeg hefi ekki nöfn manna þeirra, sem — « • Hringið þá til Blair. Hann er í einkavagni sínnm í nr. 3, eins og þjer vitið. Pjer verðið að reyna, að komast eftir nöfnunum.« »John Steele, jeg bið yður þess innilega, að hætta fyr en í óííma er komið. Petta er glæp- ur. Pjer brjótið lög og rjett, ogþaðmun — « »Jeg veit það, jeg veit það. Góða nótt, hr. Manson.* • Bíðið andartak, Steele. Jeg hefi mikilsverð skilaboð til yðar. Hr. Rockervelt símaði til mín.« En ungi niaðurinn vildi ekki hlusta á nein heilræði, því að hann var ákveðinn í hvað hann ætlaði fyrir; hann hringdi því af áður en vinur hans gat lokið við setninguna. Steele þaut út á stöðvarpallinn, kinkaði kolli til lestarstjórans og stökk upp í svefnvagninn. Lestarstjórinn veifaði Ijóskerinu og lestin ók út í myrkrið —. Mbrguninn eftir, þegar svertingin þögli hafði tekið diska og löt af borðinu eftir morgun- verðipn, hallaði hr. Rockervelt sjer aftur á bak í stólnnm sínum og kveikti sjer í vindli. Hann hafði um margt að hugsa, og hann hugsaði rnargt. Lestin rann með þægilegum, jöfnum hreyfingum, og hann tók ekkert eftir lands- laginu, annars mundi hann hafa orðið harla undrandi, því að hann var gagnkunnugur lands- lagi meðfram sínum járnbrautum. Að því er sveitingjann sneri, voru honum allar línur jafn- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.