Tíbrá - 01.01.1892, Page 6

Tíbrá - 01.01.1892, Page 6
2 »Systkyni mín, sem dóiu mælti hún. »Jú; þau sjá ykkur; þau eru hjá guði. En þau hafa gleði af að sjá vini sína hér niðri, það er að segja, ef þeir lifa vel. Ef þið eruð góð börn, þá koma andar þeirra hingað til ykkar og margir aðrir englar með þeim.« »Englar meðþeim, mamma? Enþeirþeklcja okkur ekki, englarnir!« »Jú. Englarnir þekkja alla. Við hér á jörð- unni getum ekki lifað án vina. Og þegar and- inn er kominn inn í himininn, þá leitar hann sjer að nýjum vinum í nýja heiminum, og þá slást þeir í förina, til að sjá góðu börnin á jörð- unni.«—»En, mamma mín!» sagði Sigríður litla. »Allir eru vinir hjá guði.«—»Já, að vísu, barn mitt! En þeir geta elskað einn meira en ann- an, eins og við hérna, og þeir umgangast þá mest, sem eru þeim líkastir. Frelsarinn elsk- aði lærisveina sína mismunanda mikið, og þann heitast, sem var honum likastur í elsku og mann- kærleika.« Nú flykktust börnin í kringum mömmu sína með ótal spurningar. »Hví ertu þá að gráta, fyrst þeim líður svona vel?« spurðu þau. Hún hugsaði sig um.— »Jeg veit það ekki. Anda minn langar að vera hjá ykkur og hjá þeim líka. En hann er fjötraðar. En öll kom- um við saman á endanum.«

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.