Tíbrá - 01.01.1892, Side 8

Tíbrá - 01.01.1892, Side 8
4 saman með þeim. Þannig endaði eltingaleik- urinn. Árin liðu. Börnin urðu fullorðin. Móð- irin dó og komst til barnanna sinna. En börn- in, sem lifðu, vönduðu framferði sitt, til þess að hryggja ekki anda sinna framliðnu vina, sem elskuðu þau svo heitt, þó að þeirra líkamlegu augu sæi þá ekki. Fjórir sólargeislar. (Þýtt). Einu sinni lögðu fjórir sólargeislar saman ráð sín að ferðast niður á jörðina; þeir dönsuðu alla leiðina af gleði og ætluðu sér að gera eitt- hvað gott, og sögðu í lágum rómi hver við ann- an: »við skulum gjöra meira en að skemmta okkur; við skulum hressa aðra og gleðja; og mætumst svo í kvöld í vestrinu.« Nú sveif einn sólargeislinn gegn um lágar kotdyr, og fór í feluleik við barn, sem sat á gólfinu. Það reyndi að handsama hann, og hló hátt af ánægju. En bjarti geislinn flýði ein- lægt undan litlu höndunum, sem þá gripu í tómt. Annar geislinn smaug inn í herbergi, þar sem veikur maður lá. Hann hresstist við komu lians og fór að hugsa um æskudaga sína, um litlu söngfuglana, sem syngja á vorin, og um fallegu blómin, sem þá spretta á jörðunni. Hann gleymdi þá veikindum sínum og varð glaður.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.