Tíbrá - 01.01.1892, Side 11

Tíbrá - 01.01.1892, Side 11
7 urnar, og á meðan Páll laut niður undir einu trjenu i skóginum, var ofboðlítill fugl með rauðri bringu að syngja rjett uppi yfir honum. Þau hlustuðu og fóru að líta í kring um sig, því að þau voru hlessa á að heyra hann syngja svo fagurt og sjá hann veifa litlu vængjunum á frosnu greininni. »Hann er að þakka guði fyrir eitthvað, því að hann horfir upp í liimininn,« sögðu börnin og hlustuðu—og þeim heyrðist litli fuglinn syngja þetta: »Litli drengur, litla, stúlka, sem eigið heima í skóginum! Guð gleymir ykkur ekki. Hann er svo góður! Hann er svo góður!« Þau tíndu spýturnar og gengu heim; en hví- lík gleði var á ferðum heima! Á borðinu var sælgætismatur og mörg barnagull lianda þeim, sem einhver góðviljaður vinur hafði sent þeim, á meðan þau voru í burtu.« Börnin lioppuðu af gleði og sögðu: »Litli fugl- inn sagði okkur satt. Guð getur engum manni gleymt. Hann er svo góður! Iiann er svo góður!« Fuglarnir lifa áhyggjulausir og glaðir. Þótt þeir safni ekki í kornhlöður,bíða þeir ekkiiðju- lausir eptir björginni, en fljúga út á hverjum degi, til þess að tína sér korn, og þeir finna þau. Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sjer sjálfir.

x

Tíbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.