Tíbrá - 01.01.1892, Qupperneq 13
9
breiða út litlu vængina, sem allir voru klístr-
aðir saman.
Þá kom hundur hlaupandi, og ætlaði að lepja
úr bolla hænunnar, en hún flaug á hann með
klóm og nefi og rak liann á flótta ýlfrandi, því
að jafnvel hinn sterkari víkur opt fyrir ein-
beittu áhlaupi. Litli unginn hnipraði sig sam-
an og skalf af kulda og hræðslu.
»Er veröldin svona slæm?« sagði hann, þeg-
ar honum rann mæðin.
»Já, barnið mitt! og miklu verri. Allt og
allir hugsa einungis um sjálfa sig«, galaði hæn-
an. »Eg varð að verja þig, svo að hundurinn
æti þig ekki«.
Litli unginn furðaði sig yfir þessu.
»Þú ert svo ungur enn; þú verður að gæta
vandlega að öllu, svo að þú lærir að bjarga
þér,« og hún fór nú að kalla til hans, að tína
með sér kornin. »Á engu ríður þér eins mik-
ið,« sagðihún, »eins og læra að bera þig eptir-
björginni, svo að liinir fuglarnir taki hana ekki
frá þér.«
Litli unginn fór nú að reyna til að klóra upp-
jörðina til að leita sér að ormum, eins og hann
sá mömmu sína gera; og honum tókst það smám-
saman. Klærnar þroskuðust eins og hann sjálf-
ur, og hann fylgdi henni út og inn, og eggja-
koppurinn var nú dottinn af bakinu á honum,.
og litlu vængirnir voru orðnir liðugir. >Stund-