Tíbrá - 01.01.1892, Page 15

Tíbrá - 01.01.1892, Page 15
11 lagðist niður undir þeim. Maðurinn, sem nú liafði hvílt sig, tók nú stafinn sinn og barði hestinn, þangað til hann stóð upp. Hann mátti ekki hvila sig. Þá hristi litli unginn höfuðið •og sagði við mömmu sína: »Þetta er vond ver- ■öld, sem eg er kominn inn í. Veslings skepnan átti að fá að hvíla sig, eins og maðurinn. Þeir voru báðir jafnþreyttir.« »Já, unginn minn!« sagði hænan. »Maðurinn átti að taka baggana ofan af honum, meðan þeir stóðu við. En hann er slæmur maður, og þess vegna gerði hann það ekki. En það eru líka margir góðir menn til, þó að þú hafir ekki enn séð þá. Nú kom næsti dagur, og hænan fór út með litla ungann sinn, sem nú var farinn að stækka. Þau leituðu sér að kornum og möðkum hingað og þangað, og komu þangað, sem fáein börn voru að leika sér. Eitt þeirra var svo lítið, að það gat varla gengið með hinum. Litli unginn nam nú staðar, teygði fram höfuðið og sagði við mömmu sfna: »Eru þetta allt menn, mamma mfn?« »Já,« sagði liænan. »Það eru litlir og veik- burða menn; en þeir þroskast eins og þú.« »Og vondir?« spurði litili unginn. »Sumir eru það, ef til vill,« svaraði hún. Rétt í þessu fóru stærri börnin að erta litla barnið, sem engu gat af sér hrundið, svo það

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.