Tíbrá - 01.01.1892, Page 19

Tíbrá - 01.01.1892, Page 19
15 að hugsa um, hvað skemmtilegt það væri, að> tína með þeim ber og blóm inni í skóginum. Þá sagði hún í huga sínum: »Það er engin synd fyrir mig að færa markið í sokknum, sem hún amma mín setti í hann. Skógurinn er víst: undur fallegur í dag, og það væri svo mikið gaman að koma þangað.« Eptir fáeinar mínútur sagði hún: »Amma!: Nú er eg búin með það, sem þú settir mér fyrir að prjóna.« »Er það mögulegt, Súsanna? Svona fljótt!« sagði amma hennar, tók við sokknum og horfði grandgæfilega á hann. »Það er satt, Súsanna!« sagði hún með á- herzlu á hverju orði. »Það er satt — það eru tuttugu umferðir frá markinu, og af því að þú hefir aldrei sagt mér ósatt, þá máttu nú fara og skemmta þér, eins og þú vilt, það sem eptir er af deginum.« Súsanna roðnaði og þakkaði henni elcki fyrir, gekk seint og þunglamalega í burtu, en söng' ekkert, eins og hún var vöu. »Hvað er þetta? Súsanna kemur,« hrópuðu leiksystur hennar. »Hvað kemur til? Því hef- irðu farið frá henni góðu ömmu?« sögðu þær í ertni. Það kemur ekkert til,« sagði hún, en fann þó til, að hún var að reyna að svikja sjálfa sig. Hún hafði skrökvað, og hún mundi, hvað

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.